Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Boðsmótið 2022

Birt af þann 5. Mar 2022 Í Bjólfur OPEN, Boðsmót, Fréttir | 1 ummæli

Þátttakendur á Boðsmótinu 2022

Það var föngulegur hópur af 27 gæðablóðum sem mættu á Boðsmót Bjólfs 2022 á Rauða Ljóninu í gærkvöldi og hituðu upp með mat og drykk fyrir spil.

Spilið byrjaði aðeins seinna en áætlað var þar sem það þurfti að telja allt til og stilla öllu upp 🙂 Síðan byrjaði mótið og fyrsti maður út var Trommuþrællinn, hann var sigurvegarinn frá því hittumst síðast á Ljóninu 2020 en tók alveg hinn pólinn í hæðina.

Svipuð saga með Gylfa sem var líklega fyrstur út á online boðsmótinu í fyrra en erum ekki með tölfræði og annað frá því móti…en hann hafði orð á því að hann ætlaði ekki að vera fyrstur út í þetta skiptið og komst næstum því alveg á hinn endann 😉

Vinningshafar kvöldins

Hérna eru niðurstöður kvöldsins þar sem Mikkalingurinn landaði sigri líkt og hann gerði síðast 2019…enda er þetta nánast heimavöllurin hans 😉 en önnur verðlaunasæti fóru til gesta.

  1. Mikkalingurinn ~50þ
  2. Gylfi ~30þ
  3. Maggi Tóka ~16þ
  4. Adam ~11þ
  5. Bjarki
  6. Timbrið
  7. Helgi Bjarni
  8. Stígur
  9. Bensi
  10. David
  11. Drottningin
  12. Rúnar Freyr
  13. Kapteininn
  14. Massinn
  15. Lomminn
  16. Njörður
  17. Lucky Luke
  18. Kristján Þór
  19. Gulli
  20. Emil
  21. Mikael
  22. Bótarinn
  23. Alex
  24. Bragi
  25. Gummi nágranni
  26. Bóndinn
  27. Trommuþrællinn

Í lok kvölds var svo talið uppúr bikarnum þar sem gestir settu frjáls framlög til styrktar minningjennyjarlilju.is og ánægjulegt að segja frá því að þar söfnuðust yfir 100þ krónur, virkilega vel gert og takk allir sem studdu sjóðinn.

Enn eitt gott boðsmót að baki, takk allir fyrir komuna/þáttökuna/skemmtunina/samveruna og sjáumst að ári.

Nokkrar myndir frá kvöldinu með sérstakri þökk til Lommans sem var duglegur á myndavélinni.

Lesa meira

Boðsmót Bjólfs 2022

Birt af þann 25. Feb 2022 Í Bjólfur OPEN, Boðsmót, Mót | 1 ummæli

Þá er loks komið að því aftur að við bjóðum gestum að spila með okkur. Við náðum mótinu 2020 saman (eins og myndin fyrir ofan ber vitni um) en í fyrra vorum við á netinu vegna Covid…en getum nú hist aftur miðað við núverandi reglur.

Eins og alltaf verðum við á Ljóninu og fyrirkomulagið einfalt, 4þ kall inn, engin endurkaup. Hver spilari fær 2×15þ chippa og getur haldið eftir öðrum (15þ. kr. staflanum) og átt inni ef hinn klárast eða sótt hann hvenær sem er fyrsta klukkutímann…þá fá allir hann sem ekki hafa sótt og spilað þar til sigurvegri situr eftir.

Mótið hefur nú fengið rétt nafngift sem Boðsmót og leggjum við þar með OPEN nafninu sem notast hefur verið hingað til. Bæði er það fallegra á okkar ylhýra sem og meira lýsandi um að mótið er aðeins aðgengilegt með boði frá Bjólfsmanni en ekki opið hverjum sem er.

Í ár munum við eins og oft áður hafa frjáls framlög til styrktar Minningarsjóð Jennýjar Lilju og þið sem viljið kynna ykkur það nánar bendum við á https://minningjennyjarlilju.is/ <3

Sjáumst á fyrsta Boðsmóti Bjólfs (og jafnfram því 12. 😉

Talaðu við þinn Bjólfsmann ef þig langar að vera með 😉

Fyrir þá sem vilja skoða hvernig fyrri mót hafa verið þá er hægt að fletta í gegnum fréttir af fyrri boðsmótum.

Lesa meira

Bjólfur OPEN 2021

Birt af þann 2. Jan 2021 Í Bjólfur OPEN, Fréttir | Engin ummæli

Frá gömlu OPEN móti

Styrktarmótið í ár var haldið á netinu í samstarfi við Coolbet.com sem lagði til styrk til Ísólfs (Björgunarsveitar Seyðisfjarðar) vegna skriðanna sem féllu í lok síðasta árs.

Vel yfir hundrað manns sem mættu á mótið og endurinnkaup voru yfir 50 talsins. Verðlaunafé var yfir 500þ sem skiptist á milli efstu 27 spilara og sigursætið tók yfir 100þ og ánægjulegt að segja frá að endaði sú upphæð sem Coolbet lagði til Ísólfs rétt undir 300þ krónum.

Meira um mótið hjá austurfrett.is

Lesa meira

Bjólfur OPEN 2020

Birt af þann 13. Jan 2020 Í Bjólfur OPEN | Engin ummæli

Þátttakendur í Bjólfur OPEN 2020

Það var föngulegur hópur af 22 sem hittist á Rauða Ljóninu á föstudaginn og tók þátt í 10. OPEN mótinu.

Uppsetningin var einföld: 4.000,- krónur inn og engin endurkaup, tveir staflar af 15.000 í spilapeningum og hægt að sækja seinni staflann strax eða eiga hann inni ef maður skyldi detta út óvænt (en allir fengu hann eftir klukkutíma spil).

Verðlaunaféið var því 88.000,- sem skiptist 40%/30%/20%/10% milli efstu fjögra sæta og reyndust það vera Trommuþrællinn, Bósi, Lucky Luke og Gulli sem tóku verðlaun í þetta skiptið.

Verðlaunahafar…í hæðarröð eftir sæti 😉

1. Trommuþrællinn
2. Bósi
3. Lucky Luke
4. Gulli

5. Ari Páll
6. Víðir
7. Spaða Ásinn
8. Drottningin
9. Njalli
10. Gummi
11. Friðjón
12. Gummi nágranni
13. Bóndinn
14. Kapteininn
15. Kári Killer
16. Iðnaðarmaðurinn
17. Timbrið
18. Eiki Bót
19. Mikkalingurinn
20. Bjarni
21. Brynjar
22. God Dog

Eins og síðustu ár vorum við með söfnunarbikar fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju og ánægjulegt að segja að þar söfnuðust 52.000,- eftir kvöldið.

Frábært kvöld með góðum gestum og þökkum við öllum sem mættu og áttu með okkur góða kvöldstund =)

Lesa meira

Bjólfur OPEN 2019

Birt af þann 12. Jan 2019 Í Bjólfur OPEN | Engin ummæli

Níunda OPEN mótið hjá Bjólfi var haldið í gær og var það fámennara en oft áður og þónokkrir sem forfölluðust á síðustu stundu.

Það hjálpaði kannski Bjólfsmönnum að hafa ekki of marga gesti þannig að þeir áttu meiri möguleika að ná sér í verðlaun á mótinu 😉 en leikar enduðu þannig að Gummi nágranni náði sér í 3. sætið og Guðmundur (geestur) varð að láta sér annað sætið að góðu verða þar sem Mikkalingurinn spilaði allra best og stóð uppi sem sigurvegar í ár.

Verðlaunafé var um 60þ (30+20+10 fyrir fyrstu 3 sætin) og eins og síðustu ár vorum við með styrktarpottinn okkar sem í safnaðist um 55þ í, þannig að það er gaman að geta nýtt mótið til að taka þátt í minningarsjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur.

Að ári verður 10. OPEN mótið okkar og þá sláum við jafnvel upp enn veglegra móti og sláum þátttökumetið okkar =)

Lesa meira

Bjólfur OPEN 2019 í kvöld

Birt af þann 11. Jan 2019 Í Bjólfur OPEN | Engin ummæli

Þá er komið að því að halda árlega OPEN mótið þar sem Bjólfsmenn bjóða vinum og vandamönnum.

Helst reglur má finna undir almennar reglur og alltaf gott að lesa yfir siðareglur Bjólfs 😉

Heltu atriði:

  • Buy-in & Re-buy eru 3þ. krónur og gefa 15.000 chippa
  • Ótakmarkað re-buy fyrsta klukkutímann
  • Re-fill er leyfilegt í hléi sem er eins og re-buy en fyllir leikmann aðeins uppí 15.000 chippa (ef einhverjir lenda í því að verða mjög “litlir” í hléi þá geta þeir komist á byrjunarreit).
  • Skráning er í gegnum Bjólfsmenn og verða gestir að vera boðnir og skráðir af Bjólfsmanni til að vera með…talið við ykkar mann og passið að hann skrái ykkur til leiks.
  • Styrktarbikarinn fyrir minningarsjóð Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur verður á staðnum og hvetjum við alla að taka þátt…síðasti OPEN sigurvegari var gjafmildur sem og aðrir gestir og eiga skilið þakkir.
  • Spilið byrjar kl. 20:30 föstudaginn 12. janúar og munum við mæta 19:00 og eiga góða stund saman yfir mat og drykk áður en leikar hefjast á Rauða ljóninu.

    Þetta er í níunda sinn sem við höldum OPEN mót og hlökkum mikið til að hittast í kvöld með góðum vinum.

    Myndir frá fyrsta OPEN 2010 má finna
    hér

    Lesa meira
    1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…