Nýr strúktúr og stærri upphafsstakkur
Það var örlítið breytt snið á lotum og upphafsstakk og lagðist það vel í menn. Allir byrjuðu með 15K í chips og fyrri hluti lotanna var lengdur á meðan seinni hlutinn var styttur. Þetta gerir það að verkum að menn geta beðið lengur eftir góðum höndum og ættu að geta spilað “meiri póker”. Þannig ættu líka fleiri að geta verið með lengur og síðan detta menn hratt út.
Einnig var sú nýjung að setja bounty á forystusauðinn og þannig náði Massin að bæta 1.000 kalli við sitt verðlaunafé með því að slá Loga út. Framvegis verður 1.000 kall í bounty á sigurvegara síðasta móts.
Gunnar Axel upplifði heldur betur öskubuskuævintýri þegar hann var kominn niður í 200 chippa í 2. lotu með stóra blindan í 400. Hann náði að fimmfalda sig tvisvar í röð og var skyndilega kominn með 5000 chippa. Ævintýrið hélt áfram og hann náði tugum þúsunda chippa á næsta hálftíma. Að lokum kom vonda stjúpan úr Mjallhvít inn í litla ævintýrið hans með eitraða eplið og hann datt út í 4. sæti með 7 stig. Hreint út sagt ótrúlegur árangur miðað við hvernig komið var.
Logi kom færandi hendi og færði formanninum sérmerktan bol í snemmbúna afmælisgjöf og fyrir vel unnin störf í tengslum við klúbbinn. Menn voru að vonum grænir að öfund enda flottur bolur og var óskað eftir að láta prenta boli á alla. Takk kærlega fyrir mig Logi.
Þetta var skemmtilegt mót þrátt fyrir slaka eigin frammistöðu en hér má sjá hvernig fór og það má finna myndir frá Loga fyrir neðan.