Þá er jólamóti Bjólfs lokið og eins og alkunna er var það kennt við El Grillo í ár. Mætingin var vonum framar og voru þátttakendur 41 að meðtöldum tveimur boðsgestum og komust færri að en vildu. Heildarpotturinn var 112.000, tvær rútur af El Grillo, pizzuveisla fyrir tvo, vindill og síðast en ekki síst El Grillo meistaraderhúfa. Hér má sjá alla sem hlutu vinninga.
1. Ómar 48.000 (húfa og vindill)
2. Róbert Örn 25.000
3. Jón Kolbeinn 14.000
4. Kolbrún Lára 11.000
5. Ísleifur 8.000
6. Hjörtur Gulla 6.000
Aukaverðlaun
-
El Grillo pakki fyrir 7. sæti - Ingvar
-
El Grillo pakki fyrir að slá Óla bæjó út - Ísleifur
-
pizzuveisla fyrir 2 í Skálanum fyrir að slá Guðna út - Jói Hansa
Menn settu upp cash game þegar fór að týnast úr mótinu og þar sem mótstjórinn hafði ekki tök á þátttöku í mótinu vegna fjölda spilara lét hann til sín taka þar. Þá var leikurinn í ensku deildinni sýndur á tjaldinu, barinn opinn og feiklega góð stemning í hópnum. Einnig er gaman er að segja frá því að þrjár stúlkur tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Helgi og Örvar í Útvarp Seyðisfjörður færðu fréttir af mótinu þegar dró til tíðinda auk þess að taka viðtal við mótsstjóra og ber ég þeim þakkir fyrir það.
Elvar Snær