Almennar reglur um blindan og gjafarahnappinn
  1. 1.Enginn sleppur við að vera stóri blindur.
  2. 2.Gjafarahnappur skal færast til vinstri á næsta spilara í upphafi hverrar handar, þrátt fyrir að sá spilari hafið dottið út í umferðinni á undan (sjá myndir 1-4). Undantekning á þessari reglu er í næstu hönd á eftir þegar þrír spila og gjafari dettur út.
  3. 3.Þegar tveir spila skal gjafarinn vera litli blindur. Undantekning á þessari reglu er í næstu hönd á eftir þegar þrír spila og stóri blindur dettur út.
  4. 4.Þegar fleiri en einn detta út í einu endar sá sem er með meiri chips í pottinum ofar í sætaröðinni.
Þegar blindur eða gjafari dettur út
  1. Fyrstu fjórar myndirnar sýna hvað gerist þegar stóri blindur (SB) dettur út við fullt borð (4 eða fleiri). Fyrst er enginn litli blindur og síðan er “ghost dealer”. (Þegar litli blindur (LB) dettur út er “ghost dealer” í næstu hönd).
  2. Næstu tvær myndir sýna þegar stóri blindur (SB) dettur út þegar þrír spila. Það eina óvenjulega hér er að sami spilari verður litli blindur tvisvar í röð.
  3. Þrjár síðustu myndirnar sýna þegar gjafarinn (D) dettur út þegar þrír spila. Það sem gerist hér er að sá sem var litli blindur fær gjafarahnappinn tvisvar í röð. Hann verður stóri blindur í fyrra skiptið og litli blindur í það síðara.
 
 
 
 
Þegar þarf að skakka leikinn
4 spilarar STÓRI BLINDUR ÚT - hönd 1
4 spilarar STÓRI BLINDUR ÚT - hönd 2
4 spilarar STÓRI BLINDUR ÚT - hönd 3
4 spilarar STÓRI BLINDUR ÚT - hönd 4
3 spilarar STÓRI BLINDUR ÚT - hönd 1
3 spilarar STÓRI BLINDUR ÚT - hönd 2
3 spilarar DEALER ÚT - hönd 1
3 spilarar DEALER ÚT - hönd 2
3 spilarar DEALER ÚT - hönd 3