Nú er stigamótið komið af stað og ég get ekki betur séð en að góð stemning sé í mönnum og allir tilbúnir að halda þessu áfram. Mér finnst fyrstu tvö kvöldin hafa komið vel út. Kannski er spurning með að stytta tímann. Það væri hægt t.d. að stytta loturnar niður í 15 mín. eða taka einhverjar lotur út og þar með myndi koma smá kippur í hækkunina á blindum.
Einnig er ég að velta fyrir mér prósentunum á peningaúthlutunum. Eru menn sáttir við þetta eins og ég hef sett þetta upp á síðunni? Það er í raun til alls kyns útgáfur af útborgun en flestar eru þær þannig að fleiri fá minna, líkt og myndin hér að ofan, í stað einn eða fáir fá meira.