Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

2. mótaröðinni lokið

2. mótaröðinni lokið

Við Pusi vorum aðeins í seinna falli og allir aðrir mættir þegar við náðum loks í hús. Casa Mass er orðin að lúsxus íbúð og ekki hægt annað en að hrósa Massanum fyrir flottar breytingar þó svo að skúrnum verði sárt saknað þá var ánægjulegt að eiga smá kveðjustund á helsta heimavígi klúbbsins í gegnum árin. Í tilefni þess að skúrinn var kvaddur mætti sjaldséður bróðir sem iðulega sat með okkur í skúrnum fyrir mörgum árum og gaman að sjá Heimir aftur á meðal okkar.

Byrjað af krafti
Pusi fékk Gull greitt frá Hobbitanum og með þeirri greiðslu hófst kvöldið. Strax í fyrstu hönd var ljóst að það yrði mikil keppni þar sem Bósi byrjaði á að taka tvo strax út. Næstu spil voru svipuð og lítið svigrúm til að reyna eitt né neitt enda 11 við borðið og alltaf einhver með góða hönd.
Bósi byrjaði vel eins sem og Gummi sem var mjög vel staddur eftir fyrsta klukkutímann með góðan stafla fyrir framan sig. Bósi datt frekar snemma út og gaf færi á því að næstu menn tækju af honum efsta sætið í mótinu og Gummi náði ekki að halda staflanum í úrslit. Nokkuð var um endurinnkaup en enginn illa haldinn eftir fyrsta klukkutímann.

Bjórkeppnin
Kári var agressífur að hækka vel pre-flop og þrátt fyrir að fyrra skiptið hefði hann verið séður og tapað þá var hann ekki af baki dottinn og í seinna skiptið sem að bjórhöndin lét sjá sig og hann fór all-in fold-uðu allir á móti honum og með því var Kári kominn með forystuna í kepnninni með 2 stig.
Logi nældi sér í stig þegar að hann hækkaði 600 króna blinda um 2000 kall Massinn sá það með Á6 þegar í borð kom Á45, turn kom 6 og Massinn hækkaði og með báða enda opna sá ég hann og á river kom 8. Massinn var ekki að trúa því að hafa tapað höndinni og hvað þá fyrir 72. Við Kári erum þá efstir með 2 stig í bjórkeppninni.

Góðar hendur
Mikið var um góðar hendur og nældi Mikkalingurinn í vænan pott þegar hann landaði litaröð: 910JQK þegar hann var með drolluna og gosann á hendi. Þetta var ekki í eina skiptið sem að litaröð kom upp en Hobbitinn tók amk eina þegar hann náði að sigra hús þó svo að hann hafði nú haldið að hann væri bara með röð. Hann var smá pókerblindu og lenti aftur í því að sigra hönd með lit þegar hann hafði ekki tekið eftir því sjálfur.
Þrátt fyrir að ná sér í vænan pott til að hanga á undir síðari hluta spilsins þá náði Hobbitinn ekki að komast í toppbaráttuna en hann veitti húsráðana mikinn innblástur. Massinn ákvað að taka Bjössann á þetta á síðari hlutanum og náði að hanga nokkuð langt á þeim stafla sem hann tók þessa taktík á.
Það var Mikkalingurinn sem að hampaði 3ja sætinu og skildi Hafnfirðingana eftir í einvíginu. Þar var lokahöndin lýsandi fyrir hendur kvöldsins: full hús hjá báðum spilurum. Þrjár áttur í borði og báðir hittu á spil í borði: Pusa með fjarkapar en Logi hafði sigur með ásapari.

Úrslit mótsins
Þar sem Bósi fór snemma út náði Logi að stela af honum sigrinum í 2. mótaröðinni og ★. Pusi jafnaði Bósa líka í 2. sætið og lokapotturinn í mótaröðinni skiptir því á milli þeirra en Bósi missti klárlega stóran yfir til Loga & Pusa. Með þessu tók Logi enn meiri forystu í Bjólfsmeistaranum 2013 og Massin og Pusi er búnir að jafna Bósa í 2. sætinu og verður á brattann að sækja fyrir þá að vinna á forskot efsta manns.

Gott kvöld með góðum mönnum á góðum stað 😉
Screen Shot 2013-02-06 at 10.19.54 PM

2 athugasemdir

  1. Það var eitthvað lítið um myndir…amk frá mér, ég var upptekinn í spilinu en hér er bjöguð mynd af mínu stjónarhorni framan af kvöldinu komin neðst í þessa “frétt”.

  2. Aha! Ég vissi að Bósi væri með brögð í tafli. Ef vel er að gáð sést þriðja h0ndin hans sem hann notar til að teygja sig í auka ásinn undir rassinum.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…