Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur 14.7

Einstaklega hressir menn sem mættu til Iðnaðarmannsins á föstudaginn í sjöunda kvöldið á fjórtánda tímabilinu.

Bjór

Það komu loksins bjórstig í hús, Timbrið gerði sér lítið fyrir og nældi sér í tvo (og gerði fleiri atrennur að stigum) og er með því kominn með 3 stig og stigi á undan Lucky sem kom sér í annað sætið á eftir koma Bótarinn og Spaða Ásinn með eitt stig. Tvö kvöld eftir og æsispennandi barátta í gangi um bjórinn á þessu tímabili.

Mótið

Iðnaðarmaðurinn fékk lítið fyrir heimavöllin þó hann væri algjör gestgjafi að sækja heim eins og alltaf. Þó svo hann (heimavöllurinn) hefði verið að gefa síðasta gestgjafa vel þá var það ekki raunin í kvöld og gestgjafinn var fyrstur frá spilinu og var að láta sér nægja 14 stig í 7. sæti.

Ég er bara að verða kommúnisti 

(Iðnaðarmaðurinn að efast um stjórnmálaskoðanir sínar í seinni tíð)

Hobbitinn var næsti maður frá spili…en hann var klárklega að spila aðra taktík þar sem enginn kannaðist við spilamennskuna og voru allir frekar smeykir hvort Gollrir værir mættur. Fyrr um kvöldið var hann allur inn með sexupar á mæti hærra pari hjá Lukcy og það eina sem hann þurfti að fá til að halda sér inni var þriðja sexan…þá heyrist í Spaða Ásnum “Sorry Bjössi” og sýnir sexuparið sem hann foldaði og átti Hobbitinn því enga leið út og draumar hans um að mögulega geta unnið höndina hurfu um leið.

Hr. Huginn var næstur frá borði og varð að láta sér nægja 5. sætið.

Ég væri alveg til í að fá einn svartan fyrir tvo hvíta

(einhverjir áttu erfitt með að reikna gildi spilapeninganna 😉

Spaða Ásinn hafði fyrr um kvöldið átt langt og gott fagn þegar hann var allur inn með ásapar og hæstánægður þegar hann fékk líka spaða ásinn á fljótinu…en skildi ekkert í því af hverju Hobbitinn (sem var á móti honum í spilinu) fagnaði svona líka innilega með honum…þangað til að hann sá að hann hafði tapað móti lit sem Hobbitinn hafði fengið með spaða ásnum. 4. sætið hjá (Spaða) Ásnum í þetta skiptið.

Helvítis Spaða Ásinn….ég má vera pirraður í smá stund 

(Spaða Ásinn um spaða ásinn á fljótinu og ásapar á hendi eftir tap)

Kapteinninn tók búbbluna og missti af verðlaunum í þetta skiptið eftir að hafa tekið sigur á síðasta móti.

“Hann pakkaði, hann er mús”…”Hefur þú orðið meistari?”… “Hefur þú verið formaður?”

(Spaða Ásinn og Kapteinninn að spjalla)

Lucky komst ekki lengra en í annað sætið en náði þó í verðlaun. Þrátt fyrir að vera með fullkomna mætingu hingað til þá er hinn sem hefur mætt á öll mótin með góða forystu á hann og hafði líka betur í kvöld.

Timbrið tók sigurinn, leiðir nú bjórkeppnina og Bjólfsmeistarakeppnina.

Sigurvegara kvöldsins

Það var augljóslega happamerki að mæta með Bjólfshúfina, þeir tveir sem gerðu það enduðu með bjórstigin og verðlaun kvöldins…spurning hverjir mæta með húfur næst 😉

Timbrið er búinn að bóka sig á tónleika með Billy Idol og mun ekki mæta til leiks í bústaðnum þannig að keppnin er í algleymingi og í raun veit enginn hvernig þetta fer þ.s. útreikningar um titilinn munu ábyggilega verða flóknir. Timbrið með 112 stig og Bótarinn með 102 og Lucky 101 en það var ákveðið að aðeins 8 kvöld muni gildi til titils (út af tilfærslum á mótum vegna veðurs og hamfara)…þannig að það veit enginn hver er að vinna hvern 😉 Ætli það endi ekki bara með því að Formaðurinn velur næsta meistara seint á laudagskvöldið í búnstaðnum í maí 😀

Við erum allir Arsenal menn í dag

(Guðmundur Magnússon)

2 athugasemdir

  1. Hver a að kreysta appelsinurnar?

    • Þetta er bara skandall…spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan beint frá BNA.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…