35 afmælispóker 9Q
Jæja félagar, ég býð til afmælismóts föstudaginn 13. desember. Þetta er off-season mót þannig að það eru engin stig til Bjólfsmeistara og menn geta því tekið á því.
Fyrirkomulagið verður væntanlega 3þ kall inn og tveir 15þ stakkar (second chance) þannig að menn geta dottið einu sinni út og náð í seinni stakinn. Auðveldara að halda utan um þetta heldur en re-buy 😉
Ég er að stefna að bjóða uppá eitthvað matarkyns…en það verða líklega ekki Logapizzur eins og síðast þar sem ég er að stefna á að ná Laugarveginum og mæta beint í póker. Geri ráð fyrir að Massinn og Bósi ætli að taka Laugarveginn á föstudeginum og ég ætla að reyna að skella mér með og vænti ekki öðru en að aðrir séu velkomnir.
Ég vonast til að sjá sem flesta og eiga gott kvöld, skráið ykkur hér:
Comment
Besta comment ever?
7 meldaðir…ég stefni á að panta Meat & Cheese nema einhver hafi eitthvað út á það að setja…menn sjá sjálfir um drykkjarföng en það verður gos ef einhverjir vilja svoleiðis.
Góður dagur að baki með Bósa & Massanum á Laugarveginum. Pizzur og póker þar sem 9 enduðu við borðið (sem var prufukeyrt og reyndist bara vel). Sigurvegarinn var aðkomumaður sem Massin dró með sér og hafi hann betur í einvígi gegn Loga sem náði í annað sætið en Bóndinn rétt missti af verðlaunum.
Takk fyrir mig Hr. Formaður, þetta var gott kvöld
Þakka þér…fyrir komuna, skult út bænum og fyrir að taka bubble sætið og leyfa afmælisstrákunum að berjast til sigurs 😉