Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Að blöffa eða ekki blöffa?

Að blöffa eða ekki blöffa?

Hvað finnst mönnum vera hæfilegt að blöffa mikið?

Það er komin ný könnun þar sem menn geta valið (úr mjög breiðum prósentubilum) hvað mönnum finnst vera hæfilega að blöffa mikið…

Auðvitað er erfitt að vera með fasta tölu á því og margt annað sem spilar inní heldur en einhver ein prósentutala.

En það væri samt sem áður gaman að vita hvað mönnum finnst vera hæfileg prósentutala að blöffa á þessu mjög grófu bili sem er hægt er að kjósa um hérna hægra megin.

6 athugasemdir

  1. Ég ákvað að kjósa hvað mér finnst vera hæfilegt að blöffa mikið þó svo að það sé í hrópandi ósamræmi við spilamennskuna á síðasta móti þar sem blöffin mín vor alltof mörg. En þar sem ég hafði biðlað til Lady Luck og hún sat á öxlinni á mér gekk það upp fyrir mig. Auk þess gafst ég líka upp í nokkrum spilum þegar ég talið mig ekki eiga erindi að reyna að blöffa þá frekar áfram, þannig að ég var nú ekki alveg að spila allt of glannalega.
    En það voru mörg góð spil sem ég fékk að hirða með ekkert á hendi og greinilegt að húfan var að skila sínu 😉

  2. Ég kaus 0-25%. Pro spilarar blöffa víst ekki yfir 5%. Þá er ég ekki að tala um semi-blöff, sem er nauðsynlegt til að vinna potta.

    • Það er bara svo ógeðslega gaman að vinna á gott blöff 😛

      • Það gerir þennan leik sérstaklega skemmtilegan…og verð að viðurkenna að það er sjaldan leiðinlegt að sýna það.
        Ég kaus líka 0-25% en myndi segja að 10% væru nær því sem ég myndi vilja spila, þó svo að ég hafði verið í næsta bili fyrir ofan á síðasta kvöldi og ætla nú að “reyna” að forðast að vera svona djarfur í blöffinu í framtíðinni.

  3. Ég held að menn séu að blöffa í þessari könnun…einhver segist blöffa í 75-100% tilfella. Ég neita að trúa því.

  4. Spurningin er reyndar “Hvað á maður að blöffa mikið?” þannig að það er jafnvel einhver á því að maður ætti að blöffa svona mikið 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…