Árgjald og bókhald
Árgjald
Árgjald er 15.000 kr. sem greiðist inn á rn. 0123-26-011634 kt. 050584-2329 fyrir fyrsta mót…(ásamt frjálsum framlögum 🙂
Með árgjaldi eru menn skráðir til leiks viðkomandi tímabili, hafa rétt til mætingar í bústað og öllu sem því fylgir (matur og gjafir).
ATHUGIÐ – BREYTING FYRIR 2022-2023 TÍMABILIÐ
Ef að árgjaldið hefur ekki verið greitt fyrir fyrsta mót tímabils þá afsalar meðlimur sér öllum réttindum úr klúbbnum og er ekki lengur gjaldgengur meðlimur.
Meðlimir sem ganga úr klúbbnum verða fjarlægðir af heimasíðu og samfélagsmiðlum klúbbsins.
Bókhald
Hérna er yfirlit yfir inn- og útkomu fyrir alla til að fylgjast með og endurskoða.
Hugmynd að setja 7-2 inní árgjaldið.
Jafnvel mætti líka setja lokapottana inní árgjaldið til að hvetja menn til mætinga þ.s. menn eru búnir að borga í lokapottin, svona til að reyna að bæta aðeins mætinguna þ.s. við lentum í 2 kvöldum sem voru rétt yfir 50% mæting.
Já það væri ekki vitlaust, líka til að hafa lokapottana aðeins hærri en það er spurning hvort mönnum finnist það ekkert of mikið að greiða 9.500 kr. á einu bretti að hausti (3.000 árgjald+2.000 bjórpott+4.500 í lokapotta).
Já, það er kannski full stór pakki svona í einu.
Legg til að við setjum bókahaldið í Google Docs skjal sem við birtum síðan hér (eins og við gerðum fyrir bolina í fyrra.
Þá eru bara upphæðir áætlun þangað til rauntölur eru komnar og þá geta allar endurskoðað þegar þeir vilja.
Mér finnst að menn ættu ekki að fá stig fyrr en eftir að þeir hafa borgað…þannig að þeir sem eru ekki búnir að borga fá stigin sín þurrkuð út fyrir síðasta mót 😉
Mér finnst það í sjálfu sér ekki slæm hugmynd og auðvitað á ekki að þurfa að reka á eftir mönnum, en á meðan við erum ekki að safna fyrir neinu sérstöku eins og síðast (límmiðunum) er svo sem ekkert stress.
Mig langar að benda á að ástæðan fyrir því að Formaðurinn er ekki búinn að greiða er sú að árgjaldið fyrir heimasíðuna er tekið af mínu korti sem er e-ð milli þrjú og fjögur þúsund.
Búinn að borga. Það vantar nafnið mitt á Rekstraryfirlitið
Bíddu bíddu, þarna eru nú 2 sem hafa ekki borgað árgjaldið…ég legg til að þau hækki eftir fyrsta mót auk þess sem að menn fá ekki stig fyrr en þeir hafa borgað.
Spurning hvort við ættum að halda “Aðalfund” og ná svo einu auka móti eftir fund? Alltaf gott að hafa ástæðu til að hittast og spila 😉
Verður þetta ekki bara eins og hjá þeim sem skulda meðlag? Þá tekur vinnuveitandinn hluta af laununum.
Bjólfur tekur allt verðlaunafé sem viðkomandi meðlimir vinna þangað til skuldin er greidd með vöxtum 😉
En líst annars vel á Aðalfundinn!
Ég held að það sé ekki nógu drastískt að taka verðlaunaféið, þá fara menn að spila uppá það að borga ekki og vinna sér inn fyrir gjöldunum. En ef menn fá engin stig fyrr en þeir hafa borgað þá eru menn ekkert að drolla 😉
Reynum endilega að ná inn aðalfundi við tækifæri =)
Árgjaldið fyrir síðuna er komið og vegna tuðs formannsins fengum við hálft ár fellt niður og greiðum því aðeins 2.717 kr.
Einnig fengum við 3.000 kr. frá gestum á Rauða ljóninu.
Hvað er að gerast?
Innkoma =42.000-
Gjöld = 2.717-
Rekstrarafkoma= 44.717- ??? á þetta ekki að vera 39.xxx-?
Kom svo ekki tekjur inná síðasta móti 3.000- ??
Ég legg til að sérstakur saksóknari verði settur í þetta og seti formanninn jafnvel í gæsluvarðhald meðan verið er að rannsaka þetta mál.:-)
Þetta var tekið fyrir á verkfundi í vinnunni hjá Robocop og hefur nú verið lagfært.
Til að skoða sundurliðun á innkomu smellir þú á Innkomu
Þetta gæti jafnvel skrifast á mig…hef verið að eiga við bókhaldið, bætti annari innkomu þarna inná svo það væri aðgreinilegt frá félagsgjöldunum.
Nú þegar menn eru farnir að draga bókhald klúbbsins í efa þýðir ekkert annað hafa ALLT upp á borðinu. Því hef ég bætt inn vöxtum og fjármagnstekjuskatti inn og eru tölur NÁKVÆMLEGA eins og á bankareikningunum 😉
Þetta kallar maður að hafa ALLT uppá borðinu 😉
Það vantar mig inn í bjóruppgjörið – tékkenskur Budvar 😉
Komið