Aukamót með Lommanum
Stofnandinn er á leiðinni í bæinn í næstu viku og það var rætt um að skella í póker föstudaginn 15. febrúar með honum. Hann er til og þá er bara að sjá hverjir eru game og hver býuður fram aðstöðu?
Síðast þegar hann mætti í bæinn þá stóð hann sig vel…spurning hvernig honum gengur núna?
Engin formleg skráning, tilkynnið þáttöku með commentum og látið vita ef þið bjóðið heim.
Ég mæti…ef allt fer í hart gæti ég boðið heim, en menn vilja nú jafnvel vera aðeins meira miðsvæðis og sleppa við að keyra í fjörðinn…sjáum hvort við finnum ekki eitthvað hentugra 😉
Kemst ekki.
líst helvíti vel á þetta getum jafnvel verið´hjá mér
Massinn mætir.
Hentar mér vel að koma til Blö-man
Lomminn, Logi, Iðnaðarmaðurinn og Massinn staðfestir. Hálft borð (þurfum bara 4 í viðbót fyrir 8 manna borð) og húsnæði, ég held að það megi bóka að þetta verði gott spil 😉
Verð ekki í bænum þennan daginn.
Ég mæti
Kemst því miður ekki, verð á sjó
JV mætir líka, þannig að það eru 6 staðfestir.
Það væri gaman að ná á eitt gott borð með ykkur.
Ég var að fara í gegnum myndböndin og hef alltaf jafn gaman af þessu hérna (ég betrumbætti það aðeins 😉
Eitt af Bjólfur Golden Moments…það væri nú gaman að eiga þau fleiri á upptöku 😉
Ég er til í póker með Ella. Býð líka fram húsnæði.
Þú og Iðnaðarmaðurinn verðið að bítast hver fær heimavöllinn.
Ég er til. Erum við ekki bara að tala um sama tíma og venjulega?
Jú er það ekki, stefnum á að byrja spil 20:30.
Síðan er spurning hvort einhverjir hafa áhuga á að hittast fyrir spil?
ekkert rugl ég held þetta á föstudaginn er búinn að undirbúa stelpurnar
“Ekkert rugl”, þá er staðsetningin ákveðin…ég mæti með borðið.
Hvaða setup viljiði hafa 1k buy-in og x2 re-buy fyrsta klukkutímann, eða 3k og allir eiga tvo stakka og þann seinni verður að taka út eftir klukkutíma ef ekki búið að nota hann?
Ég kýs 1K og tvö re-buy.
sammála Ella
Það verður “klassískt” 1k buy-in og x2 re-buy 1. klt., mæting hjá Iðnaðarmanninum kl. 20:30 annað kvöld.
líst vel á þetta