Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfsmenn spila

“Ég heyrði sagt, upphafið nálgast, einn fjögurra spilakónga reis upp og sagði “Rísið upp menn, það er verið að safna í spil”

Það er söfnuður sem kemur austur af landi

Sveinar og menn í mismunandi standi

Takast á en enginn er annars fjandi

Menn mæta glaðir þrátt fyrir hríðarbyl

Þegar Bjólfsmenn gríp’í spil

Mikilvægastur er stigalistinn

Þar má líta margan kynjakvistinn

Sem pottinn tók á sjöuna og tvistinn

Ölinu og viský gerum skil

Þegar Bjólfsmenn gríp’í spil

Komið allir, heyrið kallið

Kvöldið það er okkar svallið

Félagsskapur kenndur við Seyðisfjarðarfjallið

Allir hlæja, allir skála

Sumir rísa sumir falla

Það eru konungar við borðið hér í kvöld

Spilin fljúga gegnum loftið

Hækka eða folda það er erfitt valið

Spilin fljúga gegnum loftið

Það er erfitt að sætta sig við tapið

Blindir hækka, áfram spilað, fækkar ört

Til aðeins einn stendur uppi og tekur stjörnu

Kvöldið er ekki búið þó sigur sé höfn

Meistarinn er nafnbótin sem allir stefna að

Þegar Bjólfsmenn gríp’í spil

Hvers sá sem að tékkar, leyfið honum að tékka

Hvers sá sem að hækkar, leyfið honum að hækka

Hvers sá sem að pakkar, leyfið honum að pakka

Siðareglurnar segja öllum hvernig spila skal

Þegar Bjólfsmenn gríp’í spil

Komið allir, heyrið kallið

Kvöldið það er okkar svallið

Félagsskapur kenndur við Seyðisfjarðarfjallið

Allir hlæja, allir skála

Sumir rísa sumir falla

Það eru konungar við borðið hér í kvöld

Spilin fljúga gegnum loftið

Hækka eða folda það er erfitt valið

Spilin fljúga gegnum loftið

Það er erfitt að sætta sig við tapið

Þegar þú varst klárlega með bestu höndina fyrir flopp 

Þegar Bjólfsmenn gríp’í spil

“Og ég heyrði rödd hvísla á föstudagskvöldi…þarna gengur Bjólfsmaður á Bjólfsfund…og hann veður í góðum félagsskap í kvöld”

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…