Ég bíð eftir kvöldinu
Föstudagsmorgun og ég er ekki til
Held áfram að sofa fram yfir hádegi
Það er eins gott að vera upp á sitt besta í kvöld
Opna augun þegar sólin er sest, kominn tími til að fara á ról
Skelli plötu á fóninn og sendi snapp af bjór
Styttist í að við hittumst í kvöld
Með seðla í vasanum, legg af stað – Ég bíð eftir kvöldinu
Það er komið að mér, þetta er mitt tímabil – Ég bíð eftir kvöldinu
Með heiðarleikann á herðunum – Ég bíð eftir kvöldinu
Sé titilinn í hyllingum – Ég bíð eftir kvöldinu
Þegar fyrsta spilið hefst
Frábær hönd og floppið í stíl
Það á enginn sjens allt verður mitt í kvöld
Eftir hlé fer að halla á
Bjórinn búinn, sumir fljúgast á
Ég get ekki meir og legg mig borðinu á
Vaknaðu drengur það er komið að þér!!!
Ég bíð eftir kvöldinu…
Pókerfeisið sett í botn…hettupeysan hylur allt…
Best að segja ekki neitt …svo ég haldi haus…
Svo kemur sjöa tvistur… (og) ég fríka út
Ég bíð eftir kvöldinu…
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…