Aðalfundur 2020
Lucky byjaði á að fara yfir smá upprifjun á klúbbnum frá stofnun 2010 og svo stuttlega yfir síðata árið.
Utanlandsferð og bústaður
Engin ferð var en stefnt á hana 2021 og mun það ráðast þegar nær dregur með hliðsjón af hvernig málin þróast.
Ekki var heldur farið í bústað þar sem ekkert var laust en rætt að byrja jafnvel á bústað fyrir næsta mót (lok ágúst eða byrjun september), þá væri hægt að nýta þá ferð til að taka á móti nýjum meðlim sem samþykktur var.
Einnig kom um hugmyndin “Bjólfur heim” sem vísar í það að Bjólfsmenn fari í hópferð á Seyðisfjörð undir fjallið eina og verður það vonandi tekið inná næsta starfsár.
Kapteininn kom einnig með hugmynd um bústað sem væri hægt að leigja og verður það allt tekið fyrir síðar.
Breytingar á mótafyrirkomulagi
Það voru allir sammála að taka OPEN út úr stigatöflunni til að einfalda en einnig vildu sumir hafa einhvern slaka fyrir þá sem ekki ná að komast alltaf…það voru reyndar sumir líka á því að ef menn ætluðu að sýna metnað og ná Bjólfsmeistaratiltlinum þá ættu þeir að mæta á öll mót…þannig að það verður bara skoðað fyrir næsta tímabil hvernig þessu verður stillt upp.
Einnig var ákveðið að OPEN ætti að vera formlega mynningarmót sem verður þá breytt næst =)
Stjórn & formannsskipti
Lucky sagði sæti sínu lausu eftir 8 ára setu til að koma nýju blóði inní klúbbinn og leyfa öðrum að stjórna ferðinni.
Ákveðið var að tveggja manna stjórn muni sjá um að leiða klúbbinn og því bætt við stöðu Gjaldkera.
Bennsi og Kapteininn voru tilbúnir í að taka að sér stjórnarstöf enda var búið að undirbúa þessa breytingu í þónokkurn tíma.
Þó að þeir voru búnir að ákveða verkaskiptinu á milli sín þá voru þátttakendur á aðalfundi ekki tilbúnir að kjósa nýjan formann sem væri ekki á staðnum og endaði því svo að Kapteininn var kosinn nýr formaður og tekur við keflinu með Bennsa sér við hlið og óskum við þeim innilega til hamingju og þökkum Lucky fyrir að koma klúbbnum yfir 10 ára þröskuldinn =)
Lesa meira
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…