Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Seyðisfjarðarmeistarinn 2011

Birt af þann 20. Apr 2011 Í Austurland | 1 ummæli

 

Seyðisfjarðarmeistarinn 2011 – Nikolas Grabar

Um 20 manns tóku þátt í Seyðisfjarðarmeistaranum í póker 2011 í afslappaðri og góðri stemningu á Öldunni. Einungis var um búsetta eða brottflutta Seyðfirðinga að ræða og voru veitt peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin.

Ísleifur vann sér inn aukaverðlaun annað mótið í röð (á Seyðisfirði) með því að slá Jón Halldór út og fékk að launum bíómiða fyrir tvo. Gunnar Már Kidda Jóns sló Sonju Ólafs út og fékk fyrir það pizzuveislu fyrir tvo á Skaftfelli.

Ég hef sjaldan eða aldrei tekið þátt í móti þar sem menn fara eins varlega og spila áhættulítið eins og á þessu móti, í það minnsta framan af en eftir því sem leið á mótið var það ekki í boði þar sem blindar hækkuðu skart. Bjólfsmenn stóðu sig þokkanlega og komust allir þrír sem tóku þátt á lokaborðið (Lommin, Egill og Eiki) og lennti Egill í 3. sæti.

Verðlaunasætin voru sem hér segir:

  1. Nikolas Grabar      – Seyðisfjarðarmeistari 2011 –       23.000 kr.
  2. Gunnar Már                                                                        13.000 kr.
  3. Egill (Timbrið)                                                                     7.000 kr.
  4. Gauti Skúla                                                                           5.000 kr.
  5. Sonja Ólafs                                                                            4.000 kr.

Lesa meira

Páskamót

Birt af þann 19. Mar 2011 Í Austurland | 2 Ummæli

Könnunin um heimasíðuna hefur runnið sitt skeið á enda. Hún var meira gerð í gamni en alvöru og þar sem ekki voru margir neikvæðir möguleikar komu niðurstöður vel út 😉

Skipulagning er hafin að Páskamóti Bjólfs á Seyðisfirði 2011. Unnið er að því að hafa samband við viðkomandi aðila og hönnun vinningshúfunnar fyrir Seyðisfjarðarmeistann 2011. Meira um málið síðar.

Lesa meira

Þétt setið á El Grillo mótinu

Birt af þann 28. Dec 2010 Í Austurland | Engin ummæli

Þá er jólamóti Bjólfs lokið og eins og alkunna er var það kennt við El Grillo í ár. Mætingin var vonum framar og voru þátttakendur 41 að meðtöldum tveimur boðsgestum og komust færri að en vildu. Heildarpotturinn var 112.000, tvær rútur af El Grillo, pizzuveisla fyrir tvo, vindill og síðast en ekki síst El Grillo meistaraderhúfa. Hér má sjá alla sem hlutu vinninga.

 

1.    Ómar                 48.000 (húfa og vindill)
2.    Róbert Örn       25.000
3.    Jón Kolbeinn    14.000
4.    Kolbrún Lára    11.000
5.    Ísleifur                8.000
6.    Hjörtur Gulla     6.000

Aukaverðlaun

El Grillo pakki fyrir 7. sæti – Ingvar
El Grillo pakki fyrir að slá Óla bæjó út – Ísleifur
pizzuveisla fyrir 2 í Skálanum fyrir að slá Guðna út – Jói Hansa

Menn settu upp cash game þegar fór að týnast úr mótinu og þar sem mótstjórinn hafði ekki tök á þátttöku í mótinu vegna fjölda spilara lét hann til sín taka þar. Þá var leikurinn í ensku deildinni sýndur á tjaldinu, barinn opinn og feiklega góð stemning í hópnum. Einnig er gaman er að segja frá því að þrjár stúlkur tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Helgi og Örvar í Útvarp Seyðisfjörður færðu fréttir af mótinu þegar dró til tíðinda auk þess að taka viðtal við mótsstjóra og ber ég þeim þakkir fyrir það.

Elvar Snær

Lesa meira

Árlegt jólamót

Birt af þann 9. Dec 2010 Í Austurland | Engin ummæli

Nú fara jólamótin á Seyðisfirði að teljast til árlegs viðburðar og stækka mótin með hverju árinu. Mótið í ár verður það stærsta til þessa og hef ég fengið El Grillo bjór til að styrkja mótið með eigin framleiðslu auk þess sem það verður haldið á Hótel Öldunni þar sem verða tilboð á barnum. Einnig hef ég fengið Óla bæjó og Guðna í sjoppunni í lið með mér til að setja bounty á þá og kýs ég að kalla það “þeir eftirsóttu”. Þetta verður feikilega skemmtilegt mót sem enginn ætti að missa af. Aukaverðlaun í boði El Grillo auk SÉRMERKT BJÓLFS/EL GRILLO HÚFA Í VERÐLAUN FYRIR SIGURVEGARANN, ekkert slor það.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…