Bósi 40
Það var kátt á kallinum í gær þegar við mættum nokkrir í fertugsafmælilð hjá Bósa færandi hendi gjöf frá Bjólfsmönnum. Ekki nóg með að hann fékk veglegan golfpoka og gjafabréf þá hafði Iðnaðarmaðurinn bætt um bætur og skellt í lazerskorinn LUFC platta sem gerði gjöfina alveg einstaka.
Bósi veitti vel og hér með er mynd þegar vel var komið í fyrsta skammtinn af mat en nóg mátti þó enn finna af veigum.
Takk fyrir okkur Bósi og til hamingju með áfangann.
Lesa meiraHætta með 500 kallana
Það kom upp hugmynd á föstudaginn að hætta með fimmhundruðkallana þ.s. þeir eru alltaf til trafala að skipta þeim. 500 kallarnir við buy-in fara í lokapott hvers móts.
Fyrsta tillaga var að hækka það í 1000 þannig að buy-in færi úr 1500 í 2000.
Önnur tillaga var að lækka niður þannig að buy-in væri 1000 og 500 færi í lokapott og 500 í verðlaun kvöldsins. Það flækir aðeins útreikningana og getur leitt til þess að okkur vanti enn 500 kalla, en þá tökum við það bara af lokapottinum ef það dettur þannig.
Hvað leggst betur í ykkur? Eða aðrar tillögur?
UPPFÆRT: 500 kallarnir eru nú ekki lengur virkir og buy-in hækkað í 2000,-
Lesa meiraKarlmannlegt knús og spennandi póker
Spennan fer stigmagnandi nú þegar aðeins 2 dagar eru í fyrsta mót fimmta tímabilsins….heyrst hefur að það verði mikið um karlmannleg knús og spennandi póker 😉
Á svona stundum er oft gott að minnast þeirra sem hafa horfið á braut og skála fyrir þeim.
Einnig er alltaf gott að renna yfir siðarelgurnar og þá sérstaklega 14. reglu sem kemur mönnum oftar en ekki um koll 😉
Svo er nóg af myndum sem hægt er að finna hér og þar á síðunni og til dæmis frá september 2010 sem er með fyrstu mynduðu heimildum um klúbbinn 😉
Yfirlit yfir fyrirkomulagið gefur fljóta mynd af helstu hlutum sem þarf að muna eftir.
Þetta verður án efa skemmtilegt tímabil eins og alltaf og ég hef á tilfinningunni að margir líklegir síðustu ára muni láta taka til sín í ár og keppnin um Bjólfsmeistarann verður spennandi sem aldrei fyrr =)
P.s. ekki gleyma að skrá sig.
Lesa meiraThe Bjólfsmóbíl
Tímabilið hefst eftir viku og ekki seinna vænna að auka bíl undir pókerboðið. Formaðurinn hefur því fjárfest í þægilegra ökutæki þar sem betur mun fara um Lommaborðið =) Einnig er búið að merkja bílinn þannig að klárt er að þarna er Bjólfsmóbíllinn á ferðinni 😉
Skráning fyrir fyrsta mótið eru hafnar hérna hægra megin, þið þekki þetta 😉
Lesa meiraFimmta tímabilið byrjar senn
Fínt að fá smá uppriftum á helstu atriðum fyrir komandi tímabil
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…