Bjóruppgjörið fært í árgjaldið?
Þar sem árgjaldið hefur verið hækkað er spurning hvort við viljum hætta með það fyrirkomulag fyrir bjórmeistarann að menn þurfi sjálfir að kaupa bjór og gera hann á næsta tímabili og færa það yfir í að við kaupum 72 bjóra og sá sem sigrar fær annað hvort afhent í bústaðnum, eða á fyrsta móti?
Líklega er fyrsta mót heppilegra því ég held að enginn nenni að vera að ferðast með allan þennan bjór fram og til baka og þá yrði hann bara drukkinn 😉
Lesa meiraLæk á það
Facebook like (Líkar það) er nú komið með öllum fréttum þannig að menn geta smellt á það til að “segja skoðun sína” að mönnum líki við málin í staðin fyrir að koma með athugasemdir.
Ekki eru allir duglegir í athugasemdunum og hefur verið óskað eftir þessu. En vonandi hætta menn nú ekki alveg að halda lífi hér á síðunni 😉
Breyting á árgjöldum
Bókhaldið eftir 4. starfsárið endaði þannig að við eyddum allri innkomunni og því sem eftir stóð frá fyrri árum. Hægt að sjá það í yfirlitinu yfir bókhaldið.
Einnig var samþykkt á “aðalfundi” í bústaðnum að hækka árgjaldið í 10þ. krónur og þá þarf ekki að rukka neitt aukalega fyrir allt sem er gert í bústaðnum. Mun það auðvelda mjög að vera ekki með aukalegar rukkanir fyrir menn þá og verið að passa að rukka suma aðrar upphæðir…þeir sem mæta njóta þess bara og enginn þarf neitt að hugsa um að halda utan um hver á að borga hvað.
Fyrir þá upphæð fá menn þá bústað frá A-Ö auk gjafa og fleira sem alltaf skjóta upp kollinum þar…bankastjórinn er búinn að ákveða þetta 😉
Lesa meiraÁrlega innhringingin
Það er allt klárt…enda æfa menn sig á hverju ári og síðan er bara hangið á línunni og vonað að ná inn…
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…