Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Dreifa verðlaunum meira?

Dreifa verðlaunum meira?

Samkvæmt regulunum hjá okkur erum við yfirleitt með 2-3 verðlaunasæti. Það er langt síðan að því var breytt þannig að peningaverðlaunin dreifðust til að reyna að deila meira féi milli manna.

Síðustu ár hefur þeim farið fækkandi sem hafa verið að fá yfir 10þ í verðlaunafé en það tók reyndar aðeins við sér í fyrra.

Ár Fjöldi yfir 10þ. Fjöldi sem fékk verðlaunafé

Hæðstu heildarverðlaun Annað hæðsta sæt Þriðja hæðsta sæti
2012 10 11 43.500 37.500 33.500
2013 7 11 58.000 51.500 25.000
2014 5 10 67.000 43.500 42.000
2015 8 12 72.500 48.000 27.500

Eins og sjá má hefur fyrsta sætið næstum tvöfaldast síðustu ár og bilið milli fyrstu sæta aukist til muna þannig að færri eru að fá hærri upphæðir.

Hér er ekki tekið tillit til hækkana á lokapottum og breytingum sem hafa verið gerðar, hér er aðeins verið að skoða hvernig dreifing verðlauna hefur verið að þróast. Ekki er heldur tekið tillit til “spilamennsku” eða hvernig mönnum gengur, en síðustu ár hafa sumir líka verið að standa sig með eindæmum vel og mun betur en aðrir. Skýrir það vissulega þennan mun, en líka vert að hugsa hvort ætti að fjölga verðlaunasætum.

Það hafa oftar en ekki menn verið í bubble sætinu sem hafa aldrei náð verðlaunasæti. Heimsi nýjasta dæmið á föstudaginn og Nágranninn í nokkur skipti í fyrra.

Því er alveg spurning hvort við viljum fjölga verlaunasætum á kvöldum eða í lokapottinum?

Að því sögðu erum við með mjög mörg sæti nú þegar en þetta aðeins hugsað ef menn vilja dreifa því enn meira…en það mun vissulega verða til þess að hvert verlaunasæti fær minna.

Hægt er að sjá alla tölfræði undir Mót og velja svo hvert meistaraár fyrir sig.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…