Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Fyrstu mótaröðinni líkur eftir viku

Fyrstu mótaröðinni líkur eftir viku

Næsta föstudag munu úrslit í M1 liggja fyrir.  Staðan er nokkuð jöfn á toppnum og getur nánast hvað sem er gerst…3 neðstu eiga reyndar ekki möguleika á því að taka fyrsta sætið en allir aðrir geta tekið þetta fyrir utan Mikkalinginn sem verður vant við látinn.  Þannig að það verður barist um pott kvöldsins auk lokapottsins og auðvitað eru allir að safna stigum í Bjólfsmeistarann 2012 og hafa því allir eitthvað að berjast um og ætti að verða góð keppni að vanda.

Skráningin er farin af stað og allir passa uppá að skrá mætingu á réttum tíma eða fá að kenna á því 😉

10 athugasemdir

  1. Staðsetning er reyndar ekki komin á hreint en Robocop var búinn að bjóða villuna sína fram…ég hef ekki fengið staðfestingu á að það verði spilað þar.

    • Það er mjög jákvætt að fleiri eru farnir að bjóða heim enda vorkenni ég engum að fá okkur inn á heimilið þegar að þú sérð þér fært að bjóða okkur í tvígang með 10 fjölskyldumeðlimi á heimilinu samtals bæði kvöldin saman 😉

      En já Gunni þú mátt staðfesta heimboðið hér.

      • Heimboðið stendur ennþá. Segjum þá nk. föstudag kl. 20:30

  2. Verður gaman að sjá hvernig Robocop fer með heimavöllinn…en ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvar hann er (það eina sem ég finn á netinu er að mega baða sig allsber í dögginni

    • Hahaha, frábær frétt! 😀

      Þar sem Robocop er ófinnanlegur með öllu á ja.is ætla ég að leyfa honum að gefa upp heimilisfang sitt hér á veraldarvefnum þar sem sumir þora ekki einu sinni að setja inn ummæli 😉

      En ef hann svarar ekki fyrir mót getið þið hringt í mig í síma 864-4754 og fengið addressuna.

      P.S. Það gæti farið svo að það verði nauðsynlegt að mæta í bolunum á föstudaginn…

      • Maður mætir nú alltaf í bolnum…það ætti nú að vera í dresskódanum 😉
        En annars hljómar þetta eins og eithhvað sérstakt sé á dagskrá…ég mæti amk í bolnum 🙂

  3. Það fer nú kannski svo að það mæta bara 3 (þeir sem vita hvar Gunni á heima)
    Ég á enþá séns í að vinna… Gangi ykkur vel drengir.
    ps.gunni þú gefur ekki upp heimilsifangið hjá þér.

    • Það er rétt…þú gætir náð þessu ef mætingin verður ekki góð…en hefði nú verið betra að mæta frekar og treysta ekki á aðra 😉

  4. skiptir ekki máli. Ég ætla að taka þetta.

  5. Ekki allir búnir að melda sig…það verða einhverjari sem fá refsingu.

    Komnir það margir á morgun að JV á ekki lengur tölfræðilega möguleika á að halda efsta sætinu.

    Bósi mætir aftur til leiks og búið að leggja línurnar fyrir andrúmsloftið…ég spái því að það verður magt látið fljúga og margar góðar línur sem eiga eftir að verða sagðar 😉

    Ljósmyndarar mæta á svæðið þannig að allir eiga að bola sig upp og vera snyrtilegir að vanda.

    Þetta er bara flottur félagsskapur sem við eigum…hlakka til að hitta ykkur annað kvöld.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…