Hætta með 500 kallana
Það kom upp hugmynd á föstudaginn að hætta með fimmhundruðkallana þ.s. þeir eru alltaf til trafala að skipta þeim. 500 kallarnir við buy-in fara í lokapott hvers móts.
Fyrsta tillaga var að hækka það í 1000 þannig að buy-in færi úr 1500 í 2000.
Önnur tillaga var að lækka niður þannig að buy-in væri 1000 og 500 færi í lokapott og 500 í verðlaun kvöldsins. Það flækir aðeins útreikningana og getur leitt til þess að okkur vanti enn 500 kalla, en þá tökum við það bara af lokapottinum ef það dettur þannig.
Hvað leggst betur í ykkur? Eða aðrar tillögur?
UPPFÆRT: 500 kallarnir eru nú ekki lengur virkir og buy-in hækkað í 2000,-
styð tillögu 1
Stið nr 1
500 kallarnir eru nú ekki lengur virkir og buy-in hækkað í 2000,-
Þá er jafnvel spurning hvort við viljum hafa hluta sem er fer í lokapott og hluta sem fer í meistarapott? Ég held að það væri gaman að hafa eitthvað meira fyrir meistarann…það virðist þurfa að setja eitthvað meira til höfuðs heldur en bara nafnbótina svo menn leggi sig fram við að ná titlinum 😉