Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Hvað gerist á síðasta móti ársins?

Hvað gerist á síðasta móti ársins?

Logi & Eiki munu berjast um Bjólfsmeistarann (♣) og hefur Eiki góða 5 stiga forystu og nú þegar kominn með jafn mörg stig og meistari síðasta árs náði inn á öllu tímabilinu. Það verður gamana að sjá hvort að Eiki standist pressuna og tryggi sér meistaratitilinn.

Baráttan um síðustu mótaröðsstjörnina (★) í ár er mun harðari eins og sést á stigatöflunni. Eiki er þar í forystu með eitt stig á Hobbitann eftir að sá síðarnefndi klikkaði á skráningunni á síðasta móti…þannig að það er hörð keppni milli þeirra um efsta sætið og ef að Hobbitinn nær að laga raðablinduna þá er hann í góðum málum fyrir lokaslaginn.
Gefum okkur að allir mæta í bústaðinn og þá eiga 8 efstu menn möguleikann á að landa sigri eða jafna efsta sætið í síðustu mótaröðinni …en 6.-8. sæti þurfa að treysta á að efstu menn detti út í þeirri röð sem þeir eru til að einhver þeirra nái í toppinn. En einnig eru menn að berjast um lokapottinn í mótaröðinni þannig að það er einnig barátta að koma sér í topp 3 sætin til að fá hluta af þeirri köku.

En það verður auðvitað hörð keppni milli allra að landa síðasta sigri ársins og það eru allir í sömu stöðu að ná í pott kvöldsins. Enn eiga nokkrir eftir að landa fyrstu peningaverðlaununum og Robocop nálgast alltaf verðlaunasæti og spurning hvort að Gummi fari að treysta á meira en ásana til að tryggja sig í toppsæti og Heimir er óskrifað blað á þessu keppnistímabili sem er til alls líklegur þegar hann lætur sjá sig.
Auk þess verða tveir þúsarar í boði á síðasta mótinu þegar að aukaverðlaun eru fyrir að slá út Loga og Hobbitann.

7-2 leikurinn er enn æsispennandi þar sem Pusi heldur enn forystunni en Timbrið nældi sér í eitt prik og þarf því aðeins 2 til að jafna. Þar er það aðeins efsti maður sem tekur bjórpottinn og verður erfitt fyrir menn að skáka Pusi sem virðist ekki ætla að deila þessu með neinum í ár…en það getur allt gerst á lokamótinu eftir aðeins 2 vikur.

3 athugasemdir

  1. Shit hvað ég er spenntur!!

  2. Geggjað. Hlakka til lokamóts…

  3. Endalokin nálgast…spennan magnast….

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…