Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Jólamót Öldunnar 2013

Jólamót Öldunnar 2013

Hið árlega jólamót Öldunnar var haldið þann 28. desember síðastliðinn. Líklega vegna slæmrar færðar á Fjarðarheiði voru engir aðkomumenn í fyrsta skipti. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að afar fáir Seyðfirðingar hafa farið með sigur af hólmi í þessum mótum því að Norðmaðurinn Manni rafvirki, Jói hennar Lísu Marenar og Gunni hennar Stellu röðuðu sér í þrjú efstu sætin.

 

  1. Gunni Gunn – 52.000 kr.
  2. Jói Jó – 32.000 kr.
  3. Manni Nonna Manna – 18.000 kr.

Að þessu sinni voru tvenn aukaverðlaun en þau voru veitt þeim sem slógu út Maggý og Hildi Karen. Dawid sló Hildi út og Jói sló Maggý út. Þeir hlutu drykk að eigin vali á barnum.

Þegar leið á kvöldið tók Garðar Rúnar að sér að sjá um tónlistina og þóttu mörgum mikið til koma. Að móti loknu fóru allir yfir á Láruna þar sem trúbador, sem ég man ekki hvað heitir, spilaði fyrir dansi og stemningin góð eins og ávallt.

3 athugasemdir

  1. Glæsilegt mót Lommi, til hamingju með það…vest að missa alltaf af þessu 😐

    Þú hefur ekkert verið að spá í að vera með fleiri verðlaunasæti með svona marga spilara? Annars bara gaman að hafa fáa og hærri vinninga á móti svona þar sem þetta er nú bara einu sinni á ári 😉

    • Það væri gaman að fá þig á mót, já og fleiri Bjólfsmenn.

      Jú ég var að spá í að hafa fleiri sæti en Mikkalingurinn er alltaf svo gráðugur (enda atvinnulaus) og sigurviss að hann óskaði eftir færri sætum. Það bættust reyndar yfir 30 þús í rebuy en við vorum 26 sem spiluðum.

      • Ok, vissi ekki að það var re-buy, en annars er bara gaman að hafa góða vinninga…svona fyrir þá sem vinna 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…