Keppnin um stjörnu nr. 2 hefst á morgun
Mótaröð 2 byrjar á morgun og þá hefst keppnin að 2. stjörnu ársins og nýjum lokapotti. Menn eru orðnir hungraðir í spil þar sem við tókum eina auka viku á milli móta að ósk mín þar sem ég ætlaði að gera vel við menn og bjóða uppá pizzu & bjór fyrir spil sem ætti að gera upp fyrir auka vikufríið 😉
Það lítur allt út fyrir að við verðum á 2 borðum eins og síðast enda margir sem ætla sér stóra hluti og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer allt fram. Munið bara að það er mæting kl. 19:00 í pizzu & bjór 😉
13 skráðir til leiks, þannig að það verða 7 við Lommaborðið og 6 við Litla borðið á morgun þegar menn eru búnir með pizzurnar ok komnir í bjórinn…þetta verður klárlega eðalkvöld.
Þarftu að kalla þetta litla borðið? Frekar niðrandi…
Góð ábending…þetta var nú ekki þannig meint…það er bara minna…alveg eins og það er ekkert niðrandi að vera litli (blindur)…en endurskýrum það í kvöld 😉