Góð ráð við kjaftbrúk mótspilara
Í Pókerklúbbnum Bjólfi er ekki spilað upp á háar fjárhæðir. Heiðurinn, stoltið og sigur á félögunum er oft það sem skiptir mestu máli, að ógleymdri meistarahúfunni. En hvort sem spilað er upp á peninga eða stolt þarf alltaf einhver að tapa þegar annar sigrar. Menn bregðast misjafnlega við tapi og stundum eiga meðlimir til að… munnhöggvast eða jafnvel fleygja einhverju lauslegu. Þá getur verið nytsamlegt að hafa gott vopnabúr af ráðum til að róa taugarnar nú eða kasta sniðugu andsvari á þann pirraða 😉
Nokkur góð róð til að bæta andrúmsloftið:
- Pústaðu út – Andaðu í 2 sekúndur, haltu niðri andanum í 2 sekúndur. Andaðu frá þér þangað til lungun tæmast og hugsaðu um það sem andstæðingurinn sagði við þig. Endurtaktu þrisvar sinnum.
- Húmor – Segðu eitthvað skondið um það sem andstæðingurinn sagði eða notaðu hnittin andsvör (sjá neðar).
- Ást og umhyggja – Vertu hlýr, opnaðu hjartað þitt, brostu og talaðu mjúklega, af ástúð og í umhyggjusömum tón.
10 Hnittin andsvör við andstyggilegum athugasemdum:
- Hefurðu einhvern tímann heyrt minnst á orðið stíll? Auðvitað ekki, þú hefur engan!
- Ég gleymi aldrei andlitum, en í þínu telfelli er tilbúinn að gera undantekningu.
- Um stund þekkti ég þig ekki…það var besta stund lífs míns.
- Ertu alltaf svona ógeðfelldur eða er þessi dagur sérstakur?
- Þú ættir að fara til læknis með þennan “skjóta sig í fótinn” sjúkdóm.
- Heitir þú nokkuð Skúli? Neeei af því að mannasiðirnir þínir eru skelfilegir.
- Þú hefur fínan persónuleika, bara ekki af manneskju að vera…
- Ég veit ekki hvað er að tifa í hausnum á þér en ég vona að það sé tímasprengja.
- Hvað sem þú hefur borðað í gær hlýtur að hafa verið skemmt því að þú ert verulega skemmdur að innan.
- Þú ættir að spara lækninum tíma í næstu læknisskoðun og segja að það þurfi bara að kíkja á þig frá hálsi og upp úr.
P.S. Það var frí í vinnunni í dag 😉
Ég sé fram á að einhverjir verði sótsvartir á næsta móti 😉