Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Logaborð

Logaborð

Ég ákvað að fjárfesta í pókerborði, ekki annað sæmandi fyrir formann en að eiga borð 😉
Þó það sé nú ekki mín smíði þá ætla ég að nefna það Logaborð, rúmar 10, með löppum, batta með glasahöldurum og einn samfelldur grænn flötur.
Er það aðeins lengra en Lommaborðið en sleppur í bílinn hjá mér ef ég ekki með farþega. Þannig að við höfum þá möguleikann á að nota það ef það eru 10 sem mæta á mót, en séu skráðir 11 spilum við á 2 borðum og erum líka með litla Massaborðið sem nýtist fyrir færri.

Hugmyndin var hjá mér að saga það í sundur og búa til samanbrjótanlegt. En þegar ég sótti það komst ég að því að það var álgrind undir sem flækir það…og ég veit ekki hvort ég nenni/tými að gera það 😉

Sjáum hver mætinging verður hjá Spaða Ásnum eftir viku og hvort við tökum fyrsta rennsi á því eða ekki…fer eftir mætingu og fleiru 😉

6 athugasemdir

  1. Flott borð. Hlakka til að tapa peningum á því 😉

    • Myndi nú frekar stefna á að hala inn á því…enda stórar upphæðir sem skipta um hengur á hverju kvöldi hjá okkur 😉

  2. Lýst vel á þetta, þó ekki sé eins mikil sál í þessu borði 😉 en hún kemur kannski með árunum.

    Hver er pælingin með gamla borðið? Ef engin, væri ég til í að fá það austur.

    • Þetta var nú ekki alveg hugsað sem replacement…ekki enn amk. Helsti ókosturinn við það er stærðin, en ég kem því ekki í bílinn hjá mér nema sleppa farþega. Annað hvort stærri bíll eða modify-a það 😉

      En tabletop borð hentar yfirleitt betur. Blessuðu búkkarnir frá Massanum eru sjaldan notaðir þar sem yfirleitt erum við í heimahúsi með góðu borði eftir að Casa de Mass var lokað.

      Kosturinn væri að hafa líka stóran samanbrjótanlegan tabletop með púðum allan hringinn. Ég væri til í að sjá svoleiðis á innkaupalistanum hjá okkur…helv. þreytandi að burðast með borðið…þó maður hafi bara gott af því 😉

      En ég held að borðið muni nú ekki verða leitt að komast aftur í hendur skapara síns og styrkja Austurdeildina…en það gætu margir félagar átt erfitt með að samþykkja eitthvað svoleiðis 😉

      Síðan á nú eftir að sjá hvernig er að spila við borðið 😉

    • Spurning hvort það verði brúkað hjá Robocop í lok mánaðar og þú fáir að prófa 😉

  3. Til hamingju með borðið Logi, beautiful.
    Gamla borðið fer þó ekki neitt. sorrí Elli.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…