Meistarapottur?
Eftir að við hættum með 500 kallana í buy-in þá skapaðist smá umræða í gær hvernig ætti að haga þessum auka 500 kalli sem settur er í buy-in. Það sem var rætt:
- Hækka lokapott hvers móts – þá fer öll upphæðin beint í lokapott hvers móts og sá pottur hækkar.
- Láta renna í klúbbinn – allir “græða” á því 😉
- Búa til Bjólfsmeistarapott – þessi 500 kall settur í meistarapott sem Bjólfsmeistari hvers árs vinnur í bústaðnum.
Ég er mjög hrifinn af því að setja upp Meistarapott þar sem þá er komið eitthvað meira heldur en bara nafnbótin fyrir að vinna árskeppnina. Hins vegar er það þá bara ein stór upphæð sem skiptist ekki á milli neinna eins og Lokapottarnir og verður til þess að um ~50þ kall fer á einn mann á einu bretti. Auk þess er þetta óþarfa bókhald að vera alltaf að halda utan um þennan pott yfir allt árið.
En þar sem ég hef oftast tekið Bjólfsmeistarann þá er rétt að ég hafi nú ekkert með þetta að segja. Hinar tvær leiðinar finnst mér fínar líka og 1. er eiginelga auðveldust þar sem hún breytir engu nema að það er hærri upphæð sem fer í lokapottinn.
Þannig að þið megið endilega segja skoðun ykkar…hafi þið aðra hugmynd eða hvað af þessum leiðum líst ykkur best á?
500 kallinn sem buy-in var hækkað um verður notað í Meistarapott & jafnvel aðra potta, talað var um að setja upp Bústaðameistarapott líka. Bústaðurinn gefur reyndar alltaf best og kannski getum við fundið uppá öðrum pottum til að hafa með =)