Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Fyrir flop

Slingur pókerspilari getur beitt ýmsum aðferðum til að meta hvaða hönd andstæðingurinn er með. Hann horfir eftir veðmálsmynstri, líkamstjáningu og öðrum upplýsingum sem hann hefur aflað sér um mótspilara sína við borðið. Þegar hann hefur gert rökrétta ágiskun á hönd mótspilarans getur hann borið hana við sína eigin hönd og metið hvort  rétt er að kalla, hækka eða pakka.

 

Hér er yfirlit yfir nokkrar hendur sem geta mæst og líkur á sigri fyrir flop.

Hafa skal í huga að líkur geta breyst um nokkur prósentustig ef spilin tengjast og/eða eru í sömu sort.

Holupar á móti minna holupari

K K 80%

6 6 20%

Líkurnar breytast örlítið ef pörin eru nálægt hvoru öðru í gildi þar sem það hefur áhrif á að geta myndað röð.

Holupar á móti tveimur yfirspilum

7 7 55%

Á K 45%

Yfirleitt er líkurnar í tilfellum sem þessum nálægt 50/50. Sort og árekstur við að mynda röð hafa áhrif á líkur, t.d. er J10 með örlítð hærri líkur en 55.

Holupar á móti tveimur undirspilum

Q Q 80%

10 8 20%

Líkur undirspilanna eru breytilegar frá 14% – 23% vegna sortar og möguleika yfirspilanna á árekstri við að mynda röð.

Holupar á móti einu yfirspili og einu undirspili

10 10 70%

K 9 30%

Ef yfir/undir höndin er Á og 2, 3, 4 eða 5 hjálpar það henni um 1% þar sem hún rekst ekki á holuparið við að mynda röð.

Holupar á móti sama spili og einu yfirspili

J J 70%-65%

Á J 30%-35%

Líkur holuparsins geta farið allt niður í 60% ef hin höndin inniheldur tengd spil í sömu sort, t.d. QJ.

Holupar á móti sama spili og einu undirspili

Á Á 85%

Á K 15%

Í slíkum tilfellum hefur parið gríðarlega yfirburði. Það breytir litlu þó parið sé á móti tengdum spilum í sömu sort en þá eru líkurnar um 80% á móti 20%.

Tvö yfirspil á móti tveimur undirspilum

K Q 65%

J 10 35%

Þessar líkur koma byrjendum oft á óvart. Ef undirspilin er mjög langt frá yfirspilunum, tengd saman og í sömu sort en þó ekki sömu sort og hvorugt yfirspilið, t.d. 43, geta líkurnar farið í 60% á móti 40% yfirspilunum í hag.

Yfirspil og undirspil á móti tveimur millispilum

Á 9 60%

Q J 40%

Líkurnar geta breyst töluvert ef millispilin eru tengd spil í sömu sort, þá gæti dæmið litið svona út Á2 52% á móti 98 48%.

Með hærra spilið það sama

Á Q 70%

Á 10 30%

Eftir því sem gildi meðspilsins lækkar aukast líkurnar að því að skipta pottinum.

Með lægra spilið það sama

Á 10 65%

K 10 35%

Höndin með lægra meðspil getur náð upp í 40% ef hún inniheldur tengd spil í sömu sort, t.d. 87 auk þess sem það er tiltölulega langt milli spila í hinni höndinni, t.d. K7:.

Fara efst á síðu

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…