Mistök Gjafara
Holuspilin (2 grúfuspil á mann)
Ef fyrsta eða annað holuspil snýst við er gefið aftur. Gjafarinn tekur saman spilin, stokkar og gefur aftur. Ef eitthvað annað holuspil snýst við vegna mistaka gjafara heldur gjöfin áfram. Eftir að gjöf líkur skiptir gjafari spilinu sem snerist við út fyrir efsta spilið í bunkanum og spilið sem snerist við verður brennsluspil. Ef fleiri en eitt holuspil snýst við er gefið aftur.
Gjafari gleymir að brenna
Ef gjafari gleymir af brenna spil á floppinu, fléttunni eða fljótinu (flop, trun, river) er spilið sýnt öllum spilurum, tekið úr umferð og telst nú vera brennsluspil. Nýtt spil kemur í stað þess á borðið.
Floppið (3 fyrstu borðspilin)
Ef floppið er gefið áður en allir hafa veðjað eða spilin eru of mörg eru þau stokkuð aftur við afganginn af stokknum. Brennsluspilið er áfram á borðinu. Gjafarinn gefur nýtt flopp án þess að brenna.
The fléttan og fljótið (4. og 5. borðspil)
Ef gjafari gefur fléttuna (4. borðspil) áður en allir hafa veðjað er spilið tekið frá með framhliðina upp og telst ekki með í þeirri umferð, þrátt fyrir að spilarar hafi veðjað/pakkað eftir að það kom í borðið en þau veðmál eru afturkölluð. Veðmálum er lokið. Gjafari brennir og gefur nýtt spil (sem hefði verið fljótið). Eftir að allir hafa veðjað í þessaru umferð stokkar gjafari stokkinn aftur með spilinu sem tekið var frá en ekki brennsluspilum (né spilum sem hafa verið tekin úr umferð vegna annarra mistaka ef einhver eru). Gjafari gefur síðasta spilið án þess að brenna. Ef fimmta spilið er gefið of snemma er endurstokkað með spilinu og gefið aftur.
-Með þessu er tryggt að fljótið komi í borð og með því að brenna ekki í lokin eru meiri líkur á að fléttan komi aftur.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…