Nýr þúsari
Það fór vel um menn hjá Killernum í gærkvöldi og var spilað á 2 borðum með 5 á hvoru borði. Það var vel rúmt um alla og þegar að fyrstu 2 duttu út (í sömu höndinni) þá var sameinað á 8 manna lokaborð.
Timbrið byrjaði af krafti og tók út fyrstu tvo: Robocop & Mikkalinginn og tryggði sér þannig tvöfaldan þúsara fyrir að slá sigurvegara síðustu tveggja móta út (hann hafði lofað því að fara snemma og stóð við það 😉
Meistari síðasta árs var næstur út og gestgjafinn fylgdi honum á eftir. Pusi féll næstur út með 7-par á móti 10-pari hjá Loga sem var reynar mjög efins að sjá hann eftir að hann fór all-in eftir hækkun hjá Loga preflop. Massinn fylgdi og þá var spurning hver myndi taka bubble sætið og ekki ná inní verðlaunasæti. Bósi virtist vera úti á móti Bóndanum en átti 6þ kall eftir þegar upp var staðið. Þegar hann var kominn uppí um 50þ var hann tekinn út á river þegar ásapar tók parið hans…þannig að hann átti nokkuð góðan sprett áður en hann datt út.
Timbrið tók næsta passa út og tryggði sér þriðja sætið og þar með kominn í fyrsta sæti í síðustu mótaröðinni.
Bóndinn var nokkuð vel settur á móti Loga sem átti samt fínan stafla. Logi fékk 2♠2♦ og 2♥3♦7♥ kom í borð sem gaf honum settið en báðir tékkuðu og J♠ kom á turn. Logi hækkaði og Bóndinn sá sem endaði í 10♥, Logi fór all-in en var séður af Á♥8♥ og liturinn tryggði Bóndanum sigurinn. Ánægjulegt að sjá nýjann mann í Þúsaranum og staðan í mótaröðunni hefur breytst heilmikið með þessu móti.
Timbrið er nú í forystu með eitt stig á Mikkalinginn og Logi 2 stigum á eftir honum og síðan er stutt í næstu menn sem fylgja í humátt á eftir.
Pusi náði mikilvægu stigi í Bjórkeppninni og er nú jafn Loga með 3 stig en engar aðrar 7-2 hendur náðu sigri um kvöldið.
Það er því útlit fyrir hörkkuspennandi lokamót í bústaðnum þó svo að Logi sé búinn að tryggja sér Bjólfsmeistarann 2013 með 21 stiga forystu fyrir síðasta mót. Það er augljóst að það borgar sig að mæta á öll mót en Timbrið er í 2. sæti í meistarakeppninni en Logi tók 18 stig á hann á þeim 2 mótum sem hann mætti ekki, þannig að menn verða að vera stöðugir í mætingu & spilamennsku ef þeir ætla að næla sér í ♣. En keppnin um síðustu ★ er í fullum gangi ásamt Bjórkeppninnni og ekkert gefið fyrr en lokamótinu líkur eftir 3 vikur. Staðan fyrir þá sem vilja spá í spilin.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…