Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Nýjustu fréttir

Tímabilið er hafið

Birt af þann 8. Sep 2012 Í Blog, Myndir | Engin ummæli

Hörðustu meðlimir mættu í sund og tóku svo kvöldmáltíð fyrir spil. Það var afskaplega vel til fundið að hittast áður og ná smá spjalli og væri gaman að reyna að koma því í meiri hefð.

En það voru einungis 7 við borðið á fyrsta móti…allir í bolun nema Timbrið sem mætti með rollon og nýja sokka eftir strangan dag í nýrri vinnu.

Pusi byrjaði vel og var að hitta á allt og náði strax yfirhöndinni.

Lesa meira

Fyrsta mót tímabilsins

Birt af þann 4. Sep 2012 Í Blog | 11 Ummæli

3 dagar í að tímabilið hefst. Planið er að hittast í heitum potti í Salalauginni og grípa svo borgara á Fridays áður en haldið verður til Iðnaðarmannsins.

Lesa meira

Bjóruppgjörið

Birt af þann 3. Sep 2012 Í Blog | 1 ummæli

Það er staðfest að SÁÁ mætir á fyrsta mót og menn eru því hvattir til að mæta með kippuna sem þeir skulda honum til að gera það upp. En Pusi gekk vasklega fram á síðasta tímabili að halda þessum sigri eftir að hafa deilt honum fyrsta tímabilið. Það voru gerðar hetjulegar tilraunir til að ná honum á síðasta lokamóti sem kostuðu ýmsa mikið og aðrir náði ekki að jafna hann og verður gaman að sjá hvernig Lesa meira

Tímabilið 2012-2013

Birt af þann 30. Aug 2012 Í Blog | 4 Ummæli

Hér er smá yfirlit yfir komandi tímabil sem hefst eftir viku, alltaf gott að rifja helstu atriðin upp fyrir tímabilið svo allt sé á hreinu 😉

Lesa meira

Nýliðar

Birt af þann 30. Aug 2012 Í Blog | Engin ummæli

Þá hafa nýjir menn fengið blessun hinna heldri og munu 2 nýjir verða innlimaðir í félagsskapinn fyrir komandi tímabil:

Kári “Killer” Kolbeinsson
Kára þekkjum við flestir enda er hann ’80 módel frá Seyðisfirði. Hann hefur metnað og vill ganga í klúbbinn til að “rústa öllum öðrum í póker” og gæti orðið gaman að sjá hvernig það gengur hjá honum þar sem uppáhalds höndin hans er sjöa & tvistur sem við þekkjum sem bjórhöndina (þannig að það er spurning hvað SÁÁ finnst um að fá mögulega harða keppni í 72 slagnum 😉

Gummi “nágranni” Sveinsson
Guðmundur er einna þekktastur okkur fyrir að vera nágranni Massans og hafa nú einhverjir í Bjólfi setið með honum við pókerborðið í gegnum árin og hef ég ekki heyrt af því annað en hann hafi verið örlátur & prúður spilari. Massinn mælir fyrir nágrannanum sem er honum einnig til tekna sem og það að uppáhalds höndin hans er Doyle Brunson (10 og 2) sem hljómar mjög áhugavert.

Við bjóðum nýja félaga velkomna og hlökkum til að hitta þá við pókerborðið.

Lesa meira
  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…