Seyðisfjarðarmeistarinn 2011
Um 20 manns tóku þátt í Seyðisfjarðarmeistaranum í póker 2011 í afslappaðri og góðri stemningu á Öldunni. Einungis var um búsetta eða brottflutta Seyðfirðinga að ræða og voru veitt peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin.
Ísleifur vann sér inn aukaverðlaun annað mótið í röð (á Seyðisfirði) með því að slá Jón Halldór út og fékk að launum bíómiða fyrir tvo. Gunnar Már Kidda Jóns sló Sonju Ólafs út og fékk fyrir það pizzuveislu fyrir tvo á Skaftfelli.
Ég hef sjaldan eða aldrei tekið þátt í móti þar sem menn fara eins varlega og spila áhættulítið eins og á þessu móti, í það minnsta framan af en eftir því sem leið á mótið var það ekki í boði þar sem blindar hækkuðu skart. Bjólfsmenn stóðu sig þokkanlega og komust allir þrír sem tóku þátt á lokaborðið (Lommin, Egill og Eiki) og lennti Egill í 3. sæti.
Verðlaunasætin voru sem hér segir:
- Nikolas Grabar – Seyðisfjarðarmeistari 2011 – 23.000 kr.
- Gunnar Már 13.000 kr.
- Egill (Timbrið) 7.000 kr.
- Gauti Skúla 5.000 kr.
- Sonja Ólafs 4.000 kr.
Frábært að þarna hafi bara verið Seyðfirðingar á ferð, það ætti jafnvel að vera eina skilyrðið fyrir þáttöku 😉
Gaman að sjá að Bjólfsmenn á lokaborðinu og ánægjulegt að Lomminn gat leyft sér að taka þátt, hefur vonandi fengið góða hjálp frá Bjólfsmönnum. Enn ein skrautfjöður í hattinn hjá Lommanum (þó svo að peningaverðlaun hefðu verið ánægjulegri 😉