Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Tímabilið er hafið

Tímabilið er hafið

Hörðustu meðlimir mættu í sund og tóku svo kvöldmáltíð fyrir spil. Það var afskaplega vel til fundið að hittast áður og ná smá spjalli og væri gaman að reyna að koma því í meiri hefð.

En það voru einungis 7 við borðið á fyrsta móti…allir í bolun nema Timbrið sem mætti með rollon og nýja sokka eftir strangan dag í nýrri vinnu.

Pusi byrjaði vel og var að hitta á allt og náði strax yfirhöndinni.

Margir keyptu sig aftur inn og endaði það að 9 re-buy voru gerð, enda býður þetta fyrirkomulega uppá það sem er bara hið besta mál 😉

Síðasta spil fyrir hlé og Logi floppar húsi, tékkar og Pusi fer allur inn, Hobbitinn og Eiki bót líka. Logi tekur allt en skilur Pusa eftir með 1500 chippa og því var hann illa settur með 6500 chippa eftir add-on.

Eiki tók Pusa fljótlega út en endaði sjálfur næstur út fyrir Timbrinu.
Nokkuð leið þangað til að næsti maður datt út en Iðnanaðarmaðurinn var sleginn út af Robocop sem var að koma sterkur inn í upphaf tímabils.
Logi var vel settur og tókst að komast upp fyrir Timbrið þegar vel var liðið á spilið.
Hobbitinn er alltaf seigur og hangir á hverju sem er, á tíma var hann kominn niður í 5000 chippa en náði alltaf að tóra og það eru fáir sem gera það jafn vel og hann…það er seigt í Hobbitanum.
Timbrið fór þá að sækja aftur í sig veðrið og tók út Loga og nokkur barátta varð um hver myndi ná uppí verðlaunasæti en Robocop datt út í bubble og tók ekki verðlaunafé í þetta skipti.
Timbrið var fljótur að afgreiða síðan Hobbitann og taka sigurinn í fyrsta móti árins og þúsari er á hann í næsta móti sem verður föstudaginn 5. október og væntanlega verður svakaleg mæting þá en margir þurfa að vinna upp að hafa misst af fyrsta kvöldi.

Tvær bjórhendur litu dagsins ljós og eru Logi og Robocop komir í forystuna þar með sitt hvort stigið.

Myndir af mótinu segja ýmislegt.

Staðan er komin inn en það gæti verið að það verði að taka stig af þeim sem hafa ekki borgað árgjaldið…þannig að þið drífið ykkur í að ganga frá því 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…