Tímabilið hefst
Ásinn (einnig þekktur sem Iðnaðarmaðurinn og einnig sem Stjórnmálafræðingurinn) býður heim á fyrsta mót tímabilsins. Vel til fundið þar sem við munum væntanlega spila fram yfir miðnætti og þá verður komið afmæli hjá gestgjafanum.
Allir eiga að rata og er mæting kl. 20:30 í Turninn.
Enginn má gleyma að mæta með uppgjör fyrir 7-2 regluna frá síðasta tímabili og er frjálst val á tegund en jafnframt verða menn dæmdir af því sem þeir mæta með…enda fara menn ekkert að bera einhverjar ómerkilegar veigar í sigurvegarana tvo sem tóku sitt hvorn sigurinn á síðasta tímabili með 72 höndina.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…