Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Undirbúningur fyrir næsta mót hafinn

Undirbúningur fyrir næsta mót hafinn

Það er þegar byrjað að undirbúa næsta næsta mót. Ég verð nú seint candídat fyrir gestgjafa ársins þar sem ég er yfirleitt upptekinn af því að stilla upp fyrir spili og þegar ég sest gleymi ég alveg að bjóða uppá eitthvað þó ég hafi ætlað það 😉 En það verður mæting snemma á næsta mót og elduð pizzu fyrir alla sem mæta snemma.
Í gær fór ég svo í síðbúna ferð í Vínbúða til nágrannans (sem er ekki nágranni 😉 þar sem að búin hans er opin langt fram eftir kvöldi. Við áttum með okkur góð viðskipti og fór ég út með veigar fyrir mótið sem er eftir rúmar 3 vikur.

7 athugasemdir

  1. Líst vel á þetta. Hlakka til.

  2. Ég læt mig ekki vanta á svona viðburð og ég vænti þess að geta talið aurana eftir mót.

  3. Það eru góðar fréttir þegar Stofnandinn mætir…og heyrði ég því fleygt að hann ætli að senda frúnna í verlsunarferð til útlanda til að tryggja sér ´tima við pókerboðið með okkur 😉

    Þú mátt alveg telja $ … sjáum til hvort þú fáir að vinna þá 😉

    • Ég beið eftir þessu. Þó svo að í þessu ákveðna tilviki hafi ég verið að telja peninga fyrir annan en mig átti ég auðvitað við að ég gerði ráð fyrir að telja mín eigin verðlaun 🙂

  4. Ég veit ekki alveg hvort ég er spenntari fyrir bjórnum eða spilinu. Ég elska BÆÐI svo mikð.
    kv
    Mass-man

  5. Logi verður skuttlað í bæinn á eftir? 🙂

    • Amk ekki af mér…ég ætla að nýta tækifærið á að halda þetta heima og fá mér meira en einn bjór. Þú verður bara að ná þér í hluta af pottinum til að borga leigubílinn í bæinn 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…