United vs. Liverpool veðmálið
Iðnaðarmaðurinn & Ásinn gerðu með sér veðmál á fyrsta móti þar sem það lið sem verður ofar í deildinni þegar farið verður í bústaðinn fær allt áfengið borgað af hinum.
Eins og allir vita er Iðnaðarmaðurinn heitur púlari og Ásinn United maður í gegn. Þannig að það verður enn meira spennandi að fylgjast með ensku með þessa keppni sem er æsispennandi eins og staðan er í dag þar sem Liverpool er stigi ofar en United eftir fimm leiki í 11. sæti á meðan United fylgir þeim fast á eftir í 12. sæti.
Nú er bara að sjá hvort þetta haldist jafn spennandi út tímabilið og baráttan um Bjólfsmeistarann 😉
Þetta er spenna í lagi. Þetta verður dýrt fyrir annan hvorn, því báðir geta skolað niður einum eða tveim.
Þetta er almennilegt. Þó Andri eigi alveg skilið að drekka frítt fyrir gestrisni undafarna ára held ég að sú verði ekki raunin.
Þetta er reyndar góður punktur hjá þér…við ættum nú að smella í áfengi fyrir hann svona fyrir að vera hinn mesti greifi…ef Liverpool skyldi svo verða ofar þá verður hann bara að drekka tvöfallt 😉
Þetta er nú bara hörku spennandi…meira að segja ég er farinn að fylgjast með stöðunni á liðunum öðru hverju 😉
United er með yfirhöndina eins og er. Liverpool komið inn á topp 10 og fimm stig sem skilja…þetta er góð keppni sem heldst vonandi fram að bústað.
Alltaf gaman að hafa Liverpool vs. United…minnir mann á leikina milli áhangenda heima á vellinum.
Það gæti verið að þetta veðmál ráðist á morgun
Þetta er ekki alveg jafn spennandi…púlarar þurfa aðeins að fara að taka sig á til að færa smá spennu í þetta…eða júnæted bara að gera í buxurnar