Uppskerumót föstudaginn 31. maí
Formaðurinn býður í uppskerumóti fyrir sumar föstudaginn 31. maí í Hafnarfirðinum. Það verður enginn aðalfundur þar sem ég er alráður og ætla ekki að stunda hefðbundin fundarstörf en mönnum er velkomið að koma með tillögur að breytingum fyrir næsta ár á meðan spilað er 😉
Held að fyrirkomulagið verði að mestu óbreytt. Helsta spurning hvort að við höldum fleiri opin mót og hvort þau eigi nokkuð að vera formleg Bjólfsmót…er að láta það malla og megið endilega koma með comment.
En þúsaranum verður breytt a.m.k. þannig að ef þúsarinn vinnur fær hann sjálfur þúsarann.
Hverjir koma?
Takk fyrir gott boð. Massinn mætir.
Eg er sammala að hafa motin oopinber fram a haust þegar season kikkar inn
Kemst því miður ekki
Ég er mjög líklegur.
Kemst ekki þar sem ég verð á Seyðis að djamma 🙂
breyting, kemst ekki.
Ég mæti ef mótið stendur.
mbk,
T
Ég mæti líka ef mótið stendur
ég er mjög líklega game á föstudag
Mæti ef eg verð snemma í landi
Sex komnir þannig að við erum að ná í borð
Bóndinn mætir feskur frá tenerife að kenna okkur hvernig þeir gera þetta þar suður frá.
Timbrið er með aukamann.
Allt að smella.
Ég mæti með Helga á móti. Einnig þekktur sem “The Plummer”.
C.a. 9 skráðir til leiks, þannig að þetta verður flott borð:
1 Logi
3 Massinn +1
5 Timbrið +1
6 Robocop
7 Iðnaðarmaðurinn
8 Pusi ?
9 Bóndinn
Iðnaðarmaðurinn & Bóndinn eiga inni góðar gjafir hjá okkur og ef menn vilja byrja að gera upp bjórskuldirnar sínar þá mun ég byrja að taka á móti bjór annað kvöld 😉
Spilum væntanlega ekki fyrir meira en 3þ kall…en það ræðst jafnvel bara annað kvöld ef ekki verður búið að tilkynna það hér 😉
Tökum jafnvel bara 2×15þ chippa og menn ráða hvort þeir bíða með helminginn fyrsta klukkutímann.
Smá breyting my plus 1 var að afboða sig.
Þannig ég mæti bara með sjálfan mig.
mbk,
T
Pusi mætir ekki þannig að við erum þá 7, þannig að það er enn pláss við borðið ef þið vitið af einhverjum.
Síðan á Robocop líka könnu hjá mér þannig að það eru ýmsir að fá eitthvað í kvöld =)
Við tókum 30þ chippa í 2×15þ, þannig að menn gátu dottið út einu sinni. Allir geymdu helminginn en eftir aðeins nokkur spil voru 3 þegar búnir að detta út og komnir með seinni helminginn.
Massinn byrjaði af krafti og var nokkuð vel settur framan af spili. Þegar komið var að bubble sætinu var það bara spurning hvort það yrði ég eða Bóndinn en báðir höfum við verið í um 10þ chippum en ég jafnvel kominn uppí um 20þ þegar þangað var komið en Massinn sat á um 180þ og bara spurning hver næði í verðlaunasæti. Bóndinn datt út og þá tók við einvígi á milli mín og Massains. Mér tókst að komast uppfyrir hann í chippum en fór allur inn með Kóng á móti Ás og highcard gaf Massanum allt aftur og þurfti ekki nema eitt spil í viðbót til að klára það lita sem ég sat þá eftir með.
Fínt spil…Massinn fór nokkuð létt með þetta þó hann hafi verið farinn að svitna helvíti mikið þegar ég var kominn aftur inní spilið 😉 En það eru 2 vikur í næsta spil, ég býð heim 16. júní í afmælismót Allt um póker 😉