2015-2016 tímabilið byrjar á föstudaginn
Það er komið að því…sjötta tímabilið hjá Bjólfi byrjar á föstudaginn og að vanda hittumst við hjá Iðnaðarmanninum…spliði byrjar 20:30
Skráningin er komin af stað og nýliðarnir sýna gott fordæmi með að melda sig strax.
Ath að hægt er að sjá hverjir eru búnir að melda sig með að smella á “Show attendees” og þeir sem mæta ekki eru rauðir.
Af einhverjum tæknilegum orsökum er þetta mót ekki í listanum á forsíðunni hægra megin, en annars eru öll mót/skráningar aðgengileg þar eða efst á síðunni “Skrá í mót”…en við leyfum þessu móti að vera ekki inná þeim lista til að byrja með.
Passið bara að skrá ykkur.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…