Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

7-2 reglan (bjórhöndin)

7-2 reglan (bjórhöndin)

72 reglun er sú að í hvert skipti sem að unnið er á bjórhöndina (sjöu-tvist) fær viðkomandi eitt prik innan þess tímaramma sem reglan er í gildi (sem er yfirleitt fyrstu 4 loturnar, eða um 2 tímar).

Sá sem hlýtur flest prik á tímibli á inni 72 bjóra frá hinum meðlinunum (kippa á mann) sem gerast skal upp á Uppskerumóti eða fyrsta móti þar á eftir.

10 athugasemdir

  1. 72 offsuit
    The Hammer, Beer Hand (72 offsuit is the worst possible starting hand; this name implies that you would have to be drunk to play this hand.)

  2. Líst vel á að hafa bjórana 72. Samkvæmt mínur útreikningum yrði þetta um 1.700 kr. á mann (miðað við t.d. Thule) og þá er vinningshafinn reyndar líka að borga. Ég held að það sé einfaldast að allir leggji upphæðina inn á Bjólfsreikninginn og ég færi svo og keypti bjórinn. (Ég lít svo á að þeir sem ekki taka þátt í umræðum séu samþykkir því sem er hér ákveðið).

  3. Ég styð þetta.

  4. Ég styð þetta frumvarp eins og það er lagt fram.

  5. Góð hugmynd að leggja þetta bara inn, síðan er hægt að versla bjórana og stilla upp í lokin 😉

  6. Logi, þú ætlar þér greinilega að gera atlögu að sigri í þessum leik þar sem þú vilt ganga úr skugga um að allt verði klárt fyrir lokamótið (svo ekki sé nú minnst á að þetta hafi verið þín hugmynd) 😉

  7. Ef ég held áfram að fá hendur eins og síðast þá er eins gott að hafa eitthvað annað að hugsa um…held ég hafi fengið 26 amk 5 sinnum…þá hefði nú verið betra að fá 72 og reyna amk að ná priki 😉

    Annars finnst mér mest töff að á hverju lokamóti væri búið að stilla upp 72 bjórum, það er flott hugmynd =)

    Síðan ef enginn er með prik er væntanlega bara öllu skipt?

  8. Styð útgáfuna hans Loga. Get vel þegið 72 bjóra 😉

  9. Þeir sem spila af heiðarleika blöffa ekki með 72 Bósi 😉

    Ég gæti mögulega komið með 72 bjóra upp í bústað ef allir væru búnir að leggja inn.

  10. Þetta ætti klárlega bara að vera hluti af árgjaldinu þannig að ekki þurfi að rukka sér fyrir þetta 😉

    Síðan ættu prik bara að safnast á meðan re-buy er leyfilegt þannig að allir sjái jafn margar hendur þ.s. það væri svoldið ósanngjarnt að fá 72 þegar 2 eru eftir og sigra þá þ.s. það er mun auðveldara þegar fáir eru eftir.

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…