8 dagar í lokamótið – Föstudagsspilið í ár
Við höfum yfirleitt leikið okkur í einhverjum pókerleik á föstudagskvöldinu. Sælla minninga var High-Low (þar sem besta og versta hönd vann hverja hönd) þar sem Massinn féll út á fyrstu hönd með drottningar á hendi og var frekar foj yfir þessu öllu saman sem var hálf óskiljanlegt að halda reiður á enda breyttist allt mjög hratt.
Að þessu sinni munum við spila “Allir eru þúsari” þannig að hver sá sem tekur annan leikmann út fær þúsara (þúsundkall) að launum.
Annað verður svipað og við þekkjum, blindralotur hækka eins og ekkert verið að safna bjórstigum 😉 Allir fá 15þ chippa og þurfa ekki að kaupa sig inn, þetta er hluti af félagsgjöldunum.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…