9. tímabilið er hafið
Að venju hófum við leika hjá Iðnaðarmanninum og við hæfi að á 9. tímabilinu mættu 9 Bjólfsbræður til leiks.
Kapteinninn mætti til leiks í fyrsta skipti og náði í 4. sætið á fyrsta móti, Mikkalingurinn tók bubble sætið og efstu menn voru Spaða Ásinn og Iðnaðarmaðurinn.
Það var mikið um gosa þetta kvöldið og viðeigandi að sigurhöndin hjá Iðnaðarmanninum var J♣2♠ þar sem borðið var K♥J♥6♠J♦3♦ þegar Ásinn hafði 6♠8♠ og þrír gosar höfðu sést þónokkru sinnum um kvöldið.
Iðnaðarmaðurinn landaði því fyrsta sigri sem og fyrsta bjórstiginu, þannig að heimavöllurinn var að gera sig og tekur hann forystu í öllum keppnum.
Ásinn var á því að þetta væri sitt tímabil…þannig að þetta verður spennandi vetur =)
Allar frekari upplýsingar er hægt að sjá á stigatöflunni.
Næsta mót hjá Bósa 5. október.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…