Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Afmælissigur?

bjolfur_hjallabraut
11 Bjólfsmenn mættu til leiks á afmælis/kveðjumót hjá Lucky Luke. Þetta verður líklega í síðasta sinn sem við spilum á Hjallabrautinni og mörg mót sem við höfum haldið þar.

Timbrið mætti með pizzur í tilefni afmælis hjá Lucky og einnig komu menn færandi með ýsmar gjafir sem slógu gulli, reykkelsi og myrru alveg út…enda allir í Bjólfi eintómið öðlingar og þakkar Lucky sérstaklega fyrir sig.

Bjór
Bótarinn fékk bjórinn sinn frá Hobbitanum sem er búinn að vera í kæli í mánuð. Robocop kláraði einnig að gera upp við Bótarann og Lucky gerði upp við hann og Timbrið…erfitt að halda utan um þetta allt saman þar sem 3 deila bjórnum í ár 😉

Bjórstig
Tveir náði í bjórstig á kvöldinu: Bótarinn & Lucky. Bótarinn var á móti Lucky þegar hann tók stigið þitt og var búinn að lesa hann allan tímann en gat bara ekkert gert til að stoppa hann.
Sá heppni hefur því góða forystu með 3 stig á meðan Bótarinn og Killerinn eru með sitt hvort stigið þegar að 4 mót (af 9) eru búin sem gefa möguleikann á bjórstigum.

Spilið
Spilað var á tvemur borðum og sameinað þegar átta voru eftir. Nágranninn leit vel út þegar farið var að fækka en eins og oft áður datt hann út í bubble sætinu og skildi Mikkalinginn, Pusa og Lucky eftir að berjast um sigurinn.

Mikkalingurinn tók 3ja sætið og þá voru það bara Hafnfirðingarnir sem sátu eftir…sem og Killerinn sem sá um að gefa sem var vel þegið.

Pusi var með miklu minni stafla þegar að lokarimman hófst en þegar hann átti um 50þ chippa náði hann að tvöfalda sig upp og komast aðeins aftur inní leikinn. Það snerist þó við og enduðu leikar að Lucky tók annan sigurinn í röð…ætli menn hafi ekki bara verið góðir við afmælisbarnið 😉

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…