Árshátíð – Bústaður
Sælir, varðandi bústaðaferðina þá mun ég athuga með fyrstu helgina í júní þegar opnað verður fyrir úthlutun sumartímans. Mér skilst að lífeyrisþegar hafi forgang !!! en sjáum hvað setur … það eru víst einhverjar úthlutunarreglur! En annað sem mig grunar er að það er bara hægt að leigja bústað í viku í senn yfir sumartímann svo ef einhver annar veit um bústað sem hægt er að leigja í einn til tvo sólarhringa þá láta vita.
b.kv.robocop
Hljómar vel…ég veit samt ekki hvort ég kemst einmitt þessa helgi vegna afmælis hjá frumburðinum…en aldrei að vita, dauðlangar amk 😉
Hvenær byrjar sumartíminn í bústaðleigunni? Við getum kannski farið e-ð fyrr. Þó svo við séum nánast allir komnir á fertugsaldurinn eru sumir meðlimir eða makar enn í skóla og því er maí kannski verri. Það er settur mótsdagur 27. maí.
Ég skal líka athuga með bústað.Ég get fengið bústað 20. maí, þetta eru mjög fínir bústaðir með 3 sv.herb. Kosta 8.000 kr. nóttin. Rúm fyrir 8, er á Flúðum
KÍ bústaðirnir á flúðum eru algjör lúxus, meira einbýlishús 😉 Mæli með að taka hann.
Í Árborg er hægt að leigja bústaði yfir helgi á sumartíma. Hérna er slóðin: http://www.randburg.is/is/gljufur/
Stelpusían sem við settum á síðuna virkar greinilega ekki 😉
enda ágætt að fá svona innlegg frá þeim 🙂
en já lýst vel á þetta allt saman,