Aukamót
Um síðustu helgi leið mér eins leikmanni í fótboltaliði sem er meiddur eða í banni og þarf að sitja uppi í stúku og fylgjast með félögum sínum spila. Því er ég búinn að kaupa flugmiða til að koma að hitta ykkur og grípa í spil. Þar sem frænka Binnu er að leigja íbúðina okkar kann ég ekki við að reka hana út til að bjóða ykkur heim 😉 En ég óska hér með eftir aukamóti næstkomandi föstudag (21.sept).
Líst vel á það ég mæti 🙂
Alltaf gaman að hirða penningana þína 🙂
Hljómar vel, ég er til. Skil vel það sé erfitt að vera svona fyrir utan fyrir klúbbinn…þarftu ekki bara að taka þátt, nota öll flugin hjá konunní þetta og vinna svo hvert mót til að standa undir kostnaði 😉
Líst vel á þetta. Geri allt til að mæta.
Það er ekki á hverjum degi sem einhver bíðst til að ferðast 700km til að láta mann hafa peningana sína!
*býðst
Klár í þetta ef Lomminn verður ekki með hérðastæla á mótinu…………..:-)
héraðsstæla átti þetta nú að vera…
Þetta lítur vel út og gaman að menn eru tilbúnir að taka aukamót, enda misstu margir af síðasta móti.
Mig grunar að nýi formaðurinn hefur lagt línurnar til að auka ummælin, þ.e. að láta menn leiðrétta sjálfa sig hehe
Þetta er alfarið samviskusemi manna sjálfra sem ræður leiðréttingum 😉
Það er tilboð á gorkart á aha.is, ég er búinn að versla, þannig að ef menn vilja taka keppni þar áður en við hittumst yfir spilunum er ég game 😉
Þó ég væri meira en til í gokart held ég að það yrði svolítið tæpt varðandi flug og annað.
Þetta var rugl í mér, tilboðið er ekki á föstudegi í GoKaritð, bara mán-fim
Var að uppgötva að ég verð ekki í bænum 🙁
Leiðinlegt að ná ekki að hitta á þig, vinna af þér smá pening og leiðbeina þér í formannsstarfinu 😉
Sælir Bjólfsbræður,
Ég hlakka mikið til að taka í spil og hitta gamla formanninn okkar. Er eð að gerast í húsnæðismálum?
kv
Massinn
Ég var eiginlega búinn að treysta á þig. En hvað þessa gaura sem eiga alveg eftir að bjóða heim…?
Góð spurning…ég held að afsláttur af árgjaldinu verði næst á dagskrá fyrir þá sem halda mót 😉