Beðið eftir kvöldinu
Nú eru bara nokkur kvöld í að Bjólfur XV hefjist og til að létta biðina er komið lag fyrir tímabilið: Ég bíð eftir kvöldinu. Það var draumur um að ná þessu fyrir síðasta bústað…sem hefði verið skemmtilegt því að upprunalega lagið var merkilega fyrirferðamikið og ósjaldan sem Mikkalingurinn fékk menn til að spila fyrstu nóturnar til að koma sér í fíling. En það náðist ekki að fara í upptökur fyrir bústaðinn…en það náðist fyrir tímabilið.
Lagið er hið eina sanna Sleeping my day away með DAD og var gervigreind fengin til að hjálpa við að skrúbba sönginn í burtu svo við gætum sett okkar eigin söng yfir. Lucky fékk svo Kónguló í lið með sér að skella upptökum í gang síðustu helgi. Textinn fjallar um Bjólfsbróður sem vaknar á föstudagsmorgni og getur ekki beðið eftir að komast á Bjólfsfund um kvöldið og vaða í góðum félagsskap og ætlar sér mikinn í mótaröðinni en það fer ekki alltaf eins og menn sjá fyrir sér kvöldin.
Við munum vinna að myndbandi fyrir lagið á tímabilinu. Þannig að allir geta tekið þátt í því að safna efni og hugmyndum sem verða settar saman fyrir bústaðinn og myndbandið frumflutt þar. Sólókaflinn í laginu er upplagður til að koma með áróður, heilræði, fleygast setningar eða hvað annað sem ykkur dettur í hug og við munum safna myndefni á kvöldunum okkar (og jafnvel utan þeirra). Þannig að um að gera að taka upp einhver húmor/fíflaskap og koma (ásamt öllum hugmyndum) til Lucky sem mun sjá um myndbandsgerðina.
Þar með eigum við þrjá Bjólfsslagara og nú geta menn hlustað á hverjum degi (eða morgni eða nóttu) á meðan menn bíða eftir (póker) kvöldinu með Bjólfi. Stutt í fyrsta mót og Ég bíð eftir kvöldinu!
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…