Bjólfsmeistarinn 2020 og lokamótið
Það var nokkur spenna fyrir lokamótið í gær þar sem Lucky leiddi með 4 stigum.
Mikkalingurinn var búinn að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst af móti og átti möguleika á að ná í toppsætið ef Lucky myndi detta snemma út.
Bótarinn var svo einu stigi á eftir Mikkalingnum og því kunnuglegir menn að berjast um nafnbótina…enda þeir sem mæta einna best 😉
Þegar að bæði Mikkalingurinn og Bótarinn duttu út á undan Lucky var ljóst að hann var að fá nafnbótina í enn eitt skiptið og rauða bolinn sem fylgir.
Lokamótið
Nágranninn tók sigur annað kvöldið í röð og aftur sigraði hann Kapteininn á endasprettinum eftir að Lucky tók þriðja sætið.
Þeir tveir skiptu með sér verðlaunum fyrir mótaröðina með jafn mörg stig og Lucky og Massinn skiptu með sér þriðja sætinu.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…