Bjólfsmeistarinn 2020 og lokamótið
Það var nokkur spenna fyrir lokamótið í gær þar sem Lucky leiddi með 4 stigum.

Mikkalingurinn var búinn að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst af móti og átti möguleika á að ná í toppsætið ef Lucky myndi detta snemma út.
Bótarinn var svo einu stigi á eftir Mikkalingnum og því kunnuglegir menn að berjast um nafnbótina…enda þeir sem mæta einna best 😉
Þegar að bæði Mikkalingurinn og Bótarinn duttu út á undan Lucky var ljóst að hann var að fá nafnbótina í enn eitt skiptið og rauða bolinn sem fylgir.
Lokamótið
Nágranninn tók sigur annað kvöldið í röð og aftur sigraði hann Kapteininn á endasprettinum eftir að Lucky tók þriðja sætið.
Þeir tveir skiptu með sér verðlaunum fyrir mótaröðina með jafn mörg stig og Lucky og Massinn skiptu með sér þriðja sætinu.
❤️😘