Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur 14.4

Desembermótið var haldið hjá Lucky og mótið hitti á afmælisdag Hr. Hugins (sem komst reyndar ekki vegna afmælisuppákomu) og einnig náði mótið inná afmæli hjá Lucky eftir miðnætti.

Bjór

Logabjór í boði eins og ávallt þegar hist er hjá Lucky og það liðkaði aðeins í bjórstigunum sem urðu 2 þetta kvöldið þegar Spaða Ásinn og Timbrið nældu sér í sitt hvort stigið og eru því jafnir Bótaranum og Lucky…allir með eitt stig og æsispennandi keppni um bjórinn í gangi á tímabilinu.

Spil

Gummi nágranni ákvað að það væri fínt að vera fyrstur frá borðinu og halda heim á leið, langt ferðalag fyrir höndum og þessi ferð í bæinn skilaði engum sigri…en kominn á blað eftir að hafa misst af öllum kvöldum í fyrstu mótaröðinni.

Loksins er hlé 

Iðnaðarmaðurinn var næstur út og heldur sig áfram í 4 sæti með kvöldinu, sami staður og hann endaði fyrstu mótaröðina og spurning hvort hann nái að hýfa sig upp um sæti og jafnvel gera tilkall í mótaraðir eða meistaratitla.

“Þetta er fjárhættuspil”…”Ahh…ég veit ekki…ekki þessi hópur”

Kapteininn náði að kíkja til okkar eftir fjarveru frá síðustu 2 mótum en komst ekki lengra en á lokaborðið í kvöld.

Ég hef verið spurður oftar en einu sinni hvort ég sé sonur hans 

Lucky var næstur og er dottinn í 6. sætið…neðar en sumir sem hafa mætt sjaldnar og eru að gera gott mót…amk bauð hann uppá góðan bjór og endaði svo einn í pottnum 😉

“Þetta var ekta þú Lucky eins og þú hefðir vanalega tekið okkur”… heyrist þegar að Luckey dettur út á river móti Massanum – gosar á móti kóng níu og kóngur á river sem slær Lucky út

Timbrið náði ekki lengra…en náði að tryggja sér efsta sætið í titilbaráttunni eftir gott gengi í fyrstu mótaröðinni…og með að mæta og skila sínu 🙂

Egill og Timbrið…það er sami maðurinn sko

Bósi mætti í annað skiptið og þegar búinn að skila betri árangri en í fyrstu mótaröðinni…allt á uppleið þegar menn mæta 🙂

Þú ferð ekkert (á sama tíma) í regnboga og FINNBOGA!!!

Massinn tók búbbluna eftir að hafa verið mjög duglegur að fjármagna lokapottinn og standa sig vel.

“Prentaðu reiking”…”Þú getur prentað hann sjálfur!”…”Já…ég er að spá í að gera það…styrkur”

Eiki Bót tók hangsið á þetta kvöld…var lægri en Lucky þegar komið var á lokaborðið…en hefur lært mikið af Hobbitanum og náði sér í nokkur mikilvæg stig til að vera aðeins stigi á eftir Timbrinu í titilbaráttunni.

Ég er bara Bjössi…Bjössi Bót 

Spaða Ásinn nældi sér í annað sætið á kvöldinu og er í 5. sæti í titilbaráttunni (11 stigum á eftir toppnum…og að standa sig betur en sumir sem hafa mætt oftar en hann 😉 …spurning hvort hann muni gera tilkall í titilbaráttuni án þess að spila á öllum kvöldum? amk er hann með hæðsta meðaltalsskorið og til alls líklegur sem ríkjandi Bjólfsmeistari.

Maður bara allur inn…það er langt best 

Mikkalingurinn rúllaði upp kvöldinu og þakkaði Massanum að hluta að hafa fjármagnað sig. Með sigrinum er hann kominn uppí 3ja sætið og kominn með verlaunafé á tímabilinu og spurning hvort hann sé núna kominn í gang?

Ég folda ekki og betta…en betta og folda er skemmtilegra 

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…