Bjólfur VX.7 – Drottningar og svartir

Það voru 13 hressir Bjólfsbræður sem mættu til leiks á 7. kvöldið í fimmtándu mótaröðinni í gærkvöldi. Var þetta í annað sinn sem við mættum á aukavöllinn hjá Iðnaðarmanninum þar sem við vorum síðast í nóvember 2023 og hann enn leiðandi í heimboðum…enda langt síðan hann var útnefndur “Gestgjafinn” þar sem hann er alltaf greifi heim að sækja.
Það var spilað á tvemur borðum og prufukeyrsla var á nýrri virkni með að stýra borðum…virkaði það sem skyldi en í staðin voru öll hljóð dottin út og Húnninn fékk aftur gamla Boombastic viðurnefnið frá því hann var gestur um árið…þannig að tæknistjórinn þarf eitthvað að ræða við gervigreindina og fá þetta uppfært 😉
Bjór

Nágranninn kom færandi hendi og hitti á báða Bjórguðina sem tóku færandi hendi á móti veigunum sem höfðu lagt á sig mikið ferðalag til að komast til þeirra gegnum krókaleiðir yfir daginn.
Iðanarmaðurinn náði að gera sér mat úr bjórhönd og uppskar eina bjórstig kvöldsins og kom sér stigi á eftir efstu mönnum og staðan í bjórnum því eftirfarandi:
- 3 stig – Mikkalingurinn & Lucky
- 2 stig – Bensi, Iðnaðarmaðurinn & Kapteininn
- 1 stig – Hr. Huginn & Bótarinn
Spil

Eftir langt og gott hlé var svo haldið áfram með spilið og menn fóru að detta út:
Killerin tók á sig að vera fyrstur frá borði…kannski kaldur eftir að hafa ekki sést í nokkur kvöld…gott ef hann yfirgaf ekki borðið með ásum og eftir það pökkuðu menn bara ásunum 😉
Hugsaðu þér ef þú værir dottinn út þá þyrftirðu ekki að færa þig
Timbrið var næstur eftir að hafa verið í hörku baráttu þar sem við áttust flatbökur og rotþrær 😉
Pizzurnar á móti skítnum…inn á móti út
Nágranninn var þriðji frá borði og náði ekki að halda sama dampi og síðsta þegar hann mætti.
Þú bara hefur það eins og þú vilt
Þá var tveggja manna munur og borðu og Hobbitinn færði sig yfir (eftir að hafa tekið smá af peningum frá öllum í síðsta spili áður en hann lét sig hverfa).
Massinn var næstur og náði ekki að massa þetta alla leið í kvöld.
Þeir eru að spila þig eins og opna fiðlu
Ásinn var búinn að fá sér í aðra tánna þegar hann mætti og var sultuslakur í spilinu og fór illa með menn og vann bara ef hann langaði og hitti á hvaða spil sem var og gekk það lengi vel…þangað til ekki.
Nú er ég hættur…eins og þegar Gummi hætti að drekka um árið
Hérna voru átta eftir og því sameinað á lokaborðið og allt rétt í viðhaldinu á borðunum í pókerforritinu.
Mikkalingurinn var búinn að vera að hanga og reyna að taka Hobbitann á þetta en varð að játa sig sigraðan og byrjar ekki þriðju mótaröðina af sama krafti og hann rúllaði upp allri annari mótaröðinni.
“Ég held það sé ekkett sem bjargi þér”…”Sjáum hvað Logi segir”
Hobbitinn var næstur út, búinn láta sig hverfa og fara í ferðalag á litla borðið og kominn aftur til að taka 7. sætið.
Hann er risi á litla borðinu
Kapteininn náði ekki að gera atlögu að efsta sætinu og næstur út og endaði í 104 stigum í titilbaráttunni.
Þetta er hönd
Húnninn (aka Boombastic) var næstur, en náði að taka Mikkalinginn út fyrr um kvöldið og tryggði sér þúsarann.
Bjössarnir…við stöndum saman núna
Iðnaðarmaðurinn tók búbbluna í kvöld…enda ekkert nema gestgjafi…og á góðu róli þrátt fyrir að hafa misst af einu kvöldi…var í öðru sæti í síðustu mótaröð og er í fjórða sæti í titilbaráttunni.
Ég væri örugglega ógeðslega góður bangsa hommi
Bótarinn tók þriðja sætið og fór í 105 í titilslagnum og skreið uppfyrir Kapteininn þrátt fyrir að vera með einu kvöldi minna og spurning hvort hann sé að fara að leika sama leikinn og í fyrra og taka titilinn án þess að mæta á öll kvöld? Þá þarf hann reyndar að ná Lucky sem var að fara að auka forskotið.
Lucky þurfti samt að setja útá að Bótarinn ætlaði að taka einn af fyrstu stóru pottunum af Spaða Ásnum. Bótarinn var með röð og byrjaði að draga til sín pottinn en mönnum lást að sjá að Ásinn var með hús…og líka erfitt að muna hendurnar þegar táin ræður för ;). Bótarinn með sjálfstraustið á réttum stað og óbilandi trú á sjálfum sér og skýrir kannski af hverju hann vinnur svona oft 😉
Svo leiðinlegt þegar maður tapar…það gerist bara svo sjaldan hjá mér (Bótarinn að sýna samúð með örðum)
Bensi kemur sterkur inn eftir að hafa verið fjarverandi síðustu 4 mót og byrjar þriðju mótaröðina í öðru sæti.
Hann tók þig bara í vörina
Lucky tekur annan sigur á tímabilinu eftir að hafa tekið sigur á öðru mótinu og eykur forystu sína í titilslagnum uppí 114 stig.
HEYRIÐI…Logi ruglaðist í reikningi!…”Nú getum við bara hætt”

Lucky eitthvað ósáttur að vera með fæsta seðla 😉
Staðan
Allt uppfært á stigatöflunni fyrir Bjólfsmeistarann 2025 og þegar tvö kvöld eru eftir eru fjórir komnir yfir hundrað stig og líklegustu menn til að taka titilinn í ár.
- 114 stig – Lucky
- 105 stig – Bótarinn
- 104 stig – Kapteininn
- 102 stig – Iðnaðarmaðurinn
Þá er bara spurningin hvað gerist á síðasta heimamótinu og bústaðnum…hver tekur titilinn, bjórinn og bústaðinn?

Bjólfsmenn horfa til himins og dást að veggskreytingum
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…