Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XIII – fyrsta kvöld

Bjólfsbræður í septemberbyrjun 2022

Það varð tvísíýnt hvort yrði af fyrsta mótinu þegar að Iðnaðarmaðurinn þurfti skyndilega að afkalla heimboðið…og þrátt fyrir að hafa boðið fram að hýsa okkur næstu helgi var of mikill spenngingur í mönnum…sem og að planið er komið á blað og alltaf reynt að halda því þannig að menn geti skipulagt líf sitt í kringum það 😀

Mikkalingurinn bauð heim í staðin og þetta jafnvel í eitt af fyrstu skiptum síðustu 10+ ára sem við hittumst ekki hjá Iðnaðarmanninum í upphafi tímabils…fyrir utan 2020 þegar við byrjuðum á rafmóti.

Einhverjir voru nú eitthvað ósáttir við að það væri ekki heitur réttur, eða kaka í boði í hléi…og engin köld glös fyrir bjórana…en þess fyrir utan fór notalega um okkur og líklega nokkur ár síðan við hittumst hjá Mikkalingnum þ.s núverandi formaður var að koma þar í fyrsta skipti.

Pistlahöfundur viðurkennir líka að það var frekar kvikindislegt að taka myndskeið af því þegar hann tók Iðnaðarmanninn af listanum yfir spilara kvöldins og sendi á hópinn…en þetta var bara svo táknrænt og sorglegt að hafa hann ekki meðal okkar <3

Bjórguðarþakkir

Það voru tveir sem færðu bjórguðnum gjafir sínar og tók hann sáttur á móti þess sem hann hafði óskað…eitthvað var nú sjálfan ekki að gera sig og þarf að passa að láta einhvern minna skjálfhentan taka myndir frekar 😀

Engin bjórstig komu í hús á fyrsta kvöldi þannig að bjórkeppnin fer rólega af stað í ár.

Spilin

Merktir bolir…merktir chippar…merkt spil
Nýju spilin

Það verður að segjast að nýju spilin koma hrikalega vel út og ekki leiðinlegt að horfa yfir merkta félaga, með merkta chippa og með merkt spil í hönunum…næst hlýtur að vera merktur bjór 😉

Nýju spilin eru reyndar bara tvílit (rauð/svört) þar sem 4 lita stokkarnir reyndust mönnum erfið…en það virtist nú að þessir hefðbundnu tveggja lita væru aðeins að vefjast fyrir mörgum og einhver hélt hann væri með 2 spaða á hendi þegar það var spaði og lauf 😀

Ohhhh, ég hélt ég væri með tvo spaða

“Litblindur” Bjófari

Spilið

Lokaborðið á fyrsta kvöldi Bjólfur XIII

Það var einkennandi fyrir kvöldið að ef einhver fór allur inn og var á hættu á að detta út þá vann sá hinn sami. Meira að segja voru 3 allir inn í einu spili (auk 4. spilara sem átti fleiri chippa) og endaði þannig að enginn datt út og allir fengu peninga til baka.

Spilið byrjaði aðeins seinna en áætlað og dróst (aðallega vegna þess að enginn var að detta út 🙂

Nýji spilastokkskassinn

Einhverjir byrjunarerfiðleikar voru til staðar…blindir ekki alveg réttir…sumir búnir að gleyma hvernig á að gefa…en Mikkalingurinn hafði engu gleymt og gaf eins og engill…og síðan mætti aðlaga chippa á blindum aðeins í hærri stigum til að fækka spilapeningstegundum.

Í hléi var síðan tekin góð pása og farin yfir málin. Einhverjir voru ekki sáttir við að bjórinn væri gerður upp í óáfengum þar sem bjórguðinn í ár hafði óskað eftir því og þurfti að fara í sauma á því. En sá sem er bjórguðinn setur bara fram óskir og menn ráða hvernig þeir gera upp eins og alltaf og muna bara að það er gott að styggja ekki bjórguðina 😉

Þegar hlé og umræðum lauk var haldið áfram þar sem frá var horfið og þegar að blindir voru komnir vel á skrið fóru menn að detta út.

Náði að spila mig út úr stórum

Fleyg setning frá fyrsta kvöldi Bjólfur XIII

Bótarinn var fyrstur til að yfirgefa spilapeningana sína og á eftir honum fylgdi Mikkalingurinn og tveir Bjólfsmeistarar því fyrstir út.

Hobbitinn náði ekki að hanga lengur og Kapteininn fylgdi honum (en fór þó ekki tómhentur heim eftir að hafa fengið tvær bjórgjafir).

Robocop byrjaði sterkur en hafði áhyggjur af því að taka bubble sætið en datt út áður en hann komst þangað og í staðin fékk Lucky heiðurinn af að missa af verðlaunasæti.

Massinn tók kvöldið og Ásinn í öðru

Spaða Ásinn og Massinn sáta þá eftir í lokarimmunni og skiptust aðeins á að hafa forystu…Massinn reyndi að fá Ásinn í að taka bara eitt spil fyrir sigurinn…hann tók því ekki og síðan þegar Massinn var orðinn stærri var minna um þær tillögur frá honum ;). Leikar enduðu þó að Massinn hafði sigur í fyrsta móti árins…enda hafði hann tekið Rain Man með sér en menn höfðu orð á því að Rain Man væri þarna til að halda þessu gangandi því sumir áttu í vandræðum með að skipta potti á milli sín og vildu bara að hann væri við borðið að redda þessu 😀

Lucky…þú ert Dustin Hoffman og ég er Tom Cruise 😂

Massinn

Massinn var einn af þeim sem hafði verið í hættu á að detta út fyrr um kvöldið með 99 þegar hann lenti á móti Lucky með KK og Bótaranum með AA…nýjurnar tóku það og lögðu grunninn að sigrinum og forystunni í Bjólfsmeistarabaráttunni og nú er óskandi nýjir menn fara að láta “gömlu” Bjólfsmeistarana svitna og sýna þeim að fleiri geta spilað til sigurs út tímabilið.

Fínn playlisti…eftir fyrsta lagið…það var frá konunni

Athugasemd á tónlistarval kvöldisins

Góð byrjun á þrettánda ár Bjólfs!

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…