Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Bjólfur XV.2 – Mýsnar leika meðan aðrir sofa

Bjólfsbræður í iðnaðarmannahugleiðingum í október 2024

Annað mótið var haldið í nýjum höfuðstöðvum Fjármálasviðs Bjólfs og ekki annað hægt að segja en að þetta lítur rosalega vel út hjá Fjármálastjóranum og gaman að fá að upplifa þetta áður en en er fullklárað eftir öll snöppin þar sem hann hefur leyft okkur að fylgjast með.

“Virkilega gaman að sjá þig”…(knús)…”Sömuleiðis…en ég er með njálg”

Það voru þónokkrir fastamenn sem ekki létu sjá sig…en jafnframt sjaldséðir kettir líka sem kíktu. Lomminn lagði land undir fót og mætti beint úr októberfest og í frábæru stuði (eins og alltaf) og alltaf ánægjulegt að fá hann með á pókerkvöld. Hann kom færandi hendi með Lommapelann en ekki voru nú allir sem tóku á honum og fengu nafngiftina mús ef þeir lögðu ekki í sopann. Þannig að það vour sjaldseðir kettir og varfærnar mýs sem settust við boðin í góðu yfirlæti hjá Bennsa í gærkvöldi.

Þessi maður er mús

Bjór

Hr. Huginn gaf helming af sínum fórnum til annars Bjórguðsins sem mætti þetta kvöldið. Heimavöllurinn var að gera sig og gaf gestgjafanum tvö bjórstig og með því leiðir Bennsi bjórkeppnina en Bótarinn, Iðnaðarmaðurinn og Lucky eru allir með eitt stig.

Spilið

Kynorkan í Botnahlíðinni er bara á öðru leveli

Lomminn var fyrstur út og þar með sameinað á Lokaborðið og Lomminn sat því einn eftir á Lommaborðinu en kíkti nú yfir til okkur og tók sér smá kríu þegar lítið var að gerast í spilinu.

Lomminn er úr…feliði slípirokkinn 

Bennsi fór ekki lengra á heimavellinum, en fékk þó bjórstigin tvö sem gætu orðið grunnurinn að nýjum bjórguð?

Menn hafa oft sofnað við boðið en aldrei hrotið

Nágranninn sem hafði náð að landa sigri á Brunson fyrr um kvöldið var næstur frá borði.

Stráið sem fyllti mælinn

Kapteininn var fjórði maður út.

Gott fold er gulli betra

Killerinn tók miðjusætið með að vera fimmti maður út.

Mér finnst best að folda þegar ég er að díla…og fókus á að gefa 

Húninn var stoppaður af Lucky frá því að taka annað kvöldið sitt þrátt fyrir að Húnninn hafði betur móti ásapari hjá Lucky fyrr um kvöldið.

Ég heyri ekkett fyrir hrotunum

Hr. Huginn tók búbbluna og missti af verðlaunum.

Aldrei góðs viti að vinna fyrsta spil

Heimsi sá síðustu höndina blint sem reyndist vera þristapar á móti Gosa-Ás hjá Lucky, þristarnir héldu…alveg þangað til að ás kom á fljótinu og Heimsi tók annað sætið.

Ertu á bakvakt hjá Tækniþjónstu Jónivali?

Lucky tók sigurinn og mætti segja að þarna hafi músin verið að leika sér á meðan aðrir sváfu (bókstaflega) eða léku sér annars staðar en á pókerkvöldi hjá Bjólfi (þar sem hann var eini Bjólfsmeistarinn sem mætti á mótið).

“Ég má splassa spilin er það ekki (Lucky)”…”Jú þú mátt allt”

Lucky tók fyrsta sætið og Heimsi hitt verðlaunasæti kvöldsins

Fleiri fleygar

Umræða um verð á málningu og afslætti:

“Það er mjög gott að gefa upp kennitöluna hans Guðna”, “Hvaða Guðna?”…”Forseta”

Njálgurinn er ákveðinn karakter

Lakkrís…hann drepur njálginn 

Ef þú værir í hljómsveit þá værir þú í commitments

“10 mínútur í hlé…” (og hitt borðið svarar) “Það er svona eitt spil hjá okkur”

Jón er aldrei lítill 

Ég er aldrei lítill (Lomminn)

Sorrytékk (ný sögn?)

Augnablik frá kvöldinu

Af hverju fékk Hr. Huginn að vera með slipirokkinn en ekki ég?

Skilja eftir ummæli

Your email address will not be published. Required fields are marked *

  1. Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…