Bjólfur XV.4 – Munnlegt gildir!
Fjórða kvöldið var eins of oft áður tekið hjá Lucky í byrjun desember. “Gestgjafinn” tók Lúxus leigubílinn hjá formanninum eins og margir aðrir og eftir klukkutíma ferðalag náðu þeir rétt í hús…langt á eftir öðrum…en í tíma fyrir mót eftir frábæra útsýnisferð um höfuðborgarsvæðið ;). Svo fyrir algjöra tilviljun drógust þeir sex sem voru saman í bílferðinni saman á borð 😀
Bjór
Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn mættu með bjórfórnir tók annar bjórguðinn við veigunum (hinn á amk inni heila kippu frá Iðnaðarmanninum sem var nú ekkert að skipta sinni kippu á milli og kom með tvær kippur).
Bjórstigin voru að detta inn á rauða borðinu og fjögur stig sem komu í hús, Lucky leiðir þá Bjórmeistarakeppnina með Timbrið í öðru sæti ásamt Mikkalingnum sem tók tvö stig í kvöld…hægt skoða nánar í síðasta dálknum á stöðunni.
Spil
Spaða Ásinn byrjaði á að benda mönnum á að það væri munnlegt sem gildir þ.s. menn höfðu verið að fara full frjálslega með sagnir og enginn að halda mönnum við efnið. Í næstu hönd var komið að honum í fyrstu sögn eftir floppið og segir hátt og skýrt “Fold…nei”…ætlaði að segja pass og gat lítið annað en staðið við orð sín (eftir fyrri ábendingar til annara 😉 og skilaði spilunum sínum inná borðið. Kannski gott að menn rifji nú regluega upp siðareglurnar og muni líka eftir að benda öðrum á þegar þeir eru að gleyma sér, flott framtak hjá Ásnum sem annars var með nóg af bjór í könnum og glösum…en minna af spilapeningum og fyrstur út.
Þetta voru góðir tímar…saklausir en góðir
Hobbitinn fylgdi lærimeistara sínum eftir og var næstur frá borði, annað kvöldið og annað skiptir sem hann tekur 11 stig.
Massinn náði ekki að bæta sig frá fyrri tvemur kvöldum þar sem hann tók 15 stig og var þriðji frá borði og 12 stig.
Heimsi náði 2. sætinu síðast þegar hann mætti og 19 stig þá en núna 13.
Ég bara hata þá…það er ekkert hægt að breyta því
Nágranninn náði á lokaborðið en ekki lengra og heldur sig á sömu slóðum og síðast með 14 stig í kvöld.
Lucky er með fullt hús stiga í mætingu, 15 stig í kvöld og heldur enn forystunni.
(Röð í boði og tók smá tíma að skýra það út fyrir mönnum að báðir væru með röðina og það væri split pot)
Kapteininn var næstur og færir sig einu stigi nær Lucky og þeir einir hafa mætt á öll kvöldin.
Hr. Huginn var með flesta spilapeningana frá fyrri hluta spils og lengi vel eftir hlé og sameiningu…einhverntíman lét hann Iðnaðarmanninn fá nokkra tugi af þúsundköllum og það sá ekki högg á vatni við þann missi. En þegar hann lenti á móti konunglegri litaröð hjá Bótaranum þá fór allt nema 3 þúsundkallar og lítið sem hann gat gert á móti þeirri hönd eða eftir það högg. Tók búbblusætið en fékk nú afmælisgjöf í tilefni stórafmælis um helgina <3
Ert þú að skipta við mig til að skipta við hann…þetta kallast fjármálagjörninur
Mikkalingurinn rúllaði inn 2 bjórstigum og náði í verðlaunasæti og allt á uppleið, 9 stig á fyrsta kvöldi, 13 á næsta og 18 núna…þannig að spurning hvað hann gerir næst.
Bótarinn lét lítið fyrir sér fara en alltaf jafn stöðugur og með gosapar á hendi sem endaði í konunglegri litaröð náði hann að tvöfalda sig og færa góðan hluta af spilapeningum frá Hr. Huginn yfir á sig. Í lokarimmunni tapaði hann, en þrátt fyrir það að hafa tekið annað sætið og fengið 19 stig þá lækkaði meðaltalsskorið hans þar sem hann var með sigur/20 og annað sæti/19 fyrir kvöldið og því meðaltalsskor uppá 19.5 sem fór niður í 19.3 við að það vera í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa misst af kvöldi þá er spurning hvort hann ætlar að endurtaka leikinn frá síðasta tímabili og taka Bjólfsmeistaratitilinn án þess að mæta á öll kvöld?
Ég meig næstum á mig (Bótarinn fékk konunglega litaröð)
Iðnaðarmaðurinn tók sigur og ef pistahöfundur er með allt á hreinu þá munu vera rúm 6 ár síðan hann landaði síðast sigri þannig að önnur mótaröðin fer glimmrandi af stað hjá honum.
“Nei shit það vantaði áttunda ég ekki með röð…ég er ekki með neitt” (nýbúinn að hækka á röðina sem hann hélt hann væri með…sem betur fer (fyrir hann) pökkuðu menn á móti honum)
Myndir
Eðal kvöld eins og alltaf…lúxus bílferð, konungleg litaröð, uppstilling í myndatöku, gjafir og góðar sögur…allt góðar stundir í gær en jafnvel eitt skemmtilegasta augnablik kvöldsins var þegar Heimsi var með tómt glas og vippaði sér bara yfir að Spaða Ásnum og skenkaði sér úr könnunni hans sem hann hafði tekið sér til að vera með “nógu stórt glas” sem passaði við hann 😉
Allar nánar upplýsingar um stöðuna á Bjólfsmeistarinn 2025 og nú tökum við jólafrí og hittumst á nýju ári á Boðsmótinu 2025.
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…